Ekki dauður

Fregnir af dauða mínum er stórlega ýktar eins og Mark Twain orðaði það einhvern tíma. En nærri dauða en lífi var maður nú samt á tímabili. Eða í það minnsta leið manni dálítið þannig þarna í kjölfarið á stöðugum ferðalögum. Málið var nefnilega að strax í kjölfarið á ferðinni til suður Evrópu þá var maður sendur í hina áttina. Til Westursins.

Sem mér finnst eiginlega alltaf jafn skemmtilegt ferðalag. Kannski, já, eiginlega ekki hvað síst fyrir þá sök að þar var maður við nám. Það er nefnilega alveg ferlega mikið fjör að vera í Bandarískum háskólum. Ekki kannski alveg eins og í þessum fjöldaframleiddu bandarísku háskólamyndum sem nutu mikilla vinsælda þegar ég var að vaxa úr grasi. Nei, kannski ekki alveg svo mikið fjör, en samt svaka mikið fjör.

Þess vegna finnst mér alltaf afskaplega vænt um að koma til Bandaríkjana. Þetta stóra og mikla land sem svo auðvelt er lita með einhverjum breiðum penslum og halda að þar búi ekkert nema vitleysingar. Sem maður gæti alveg haldið ef maður ætti að meta þá útfrá því sem maður sér í Simple Life og Jaywalking. En það er ekki nema bara hluti af myndinni. Bandaríkjamenn (og svo sannarlega konur líka) eru nefnilega með því frjálslyndara og yndislegasta fólki sem ég hef kynnst. Ekkert endilega allir samt, en ég bara kynntist þeim ekkert. Því þegar meður er í háskóla, þá kynnist maður svolítið rjómann af Bandaríkjunum. Vel menntuðu fólki sem sér heiminn alls ekki með þeim einföldu augum sem margir telja að Bandaríkjamenn sjái heiminn.

Bandaríkjamenn hafa líka verið óhræddir, já í það minnsta til langs tíma, verið óhræddir við að gagnrýna sjálfa sig. Ætli það sé ekki arfleifð frá þeim tíma þegar þeir leifðu ekki gagnrýni. Komust svo að því að sjálfsgagnrýni var miklu betri en þessi sameiginlegi skilningur á öllum hlutum. Í það minnsta gætum við lært það af Bandaríkjamönnum að engin er svo heilagur að hann þoli ekki smá gagnrýni. Því ber ekkert að taka of persónulega og reyndar hefur einn af mínum uppáhalds rithöfundum, Bruce Sterling, bent á að það að ætlast til þess að stjórnmálamenn fari ekki út af strikinu í sínum persónulegum málum, sé hreinlega eins og að pissa upp í vindinn. Ástæða þess að stjórnmálamenn (og konur auðvitað) ná nefnilega svona langt er sú að það býr yfir sjarma. Sem menn og konur heillast af. Sem síðan leiðir til endalausra Clinton brandara hjá Jay Leno. En sem sagt, ég fór til Bandaríkjana og ætla mér að henda inn myndum þaðan fljótlega og helga næsta pistil ferðasögu, því þetta var nokkuð stanslaust ferðalag. Meira næst.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ahh... velkominn aftur í heim hinna lifandi.

= Y =

Vinsælar færslur