Hrunið
Ég fór í bíó í gær og sá nokkuð merkilega mynd. Þessi mynd sem heitir Der Untergang eða Hrunið er fyrsta myndin sem framleidd er í Þýskalandi þar sem Hitler gegnir einhverju hlutverki. Þessi mynd, eins og nafnið kannski gefur til kynna, er um síðustu daga þriðja ríkisins. Kemur líklega ekki þeim sem lesið hafa þetta blogg á óvart að ég skuli hafa ákveðið að leggja leið mína í Regnbogann í gær til þess að sjá þessa mynd. Sem var bara nokkuð sterk upplifun. Kannski sérstaklega fyrir þá sem þekkja söguna aðeins. Þeir voru ófáir Þjóðverjanir sem voru þarna í bíó á sama tíma og ég, amk. heyrði ég þó nokkra tala þýsku í kringum mig. Get ekki ímyndað mér að þeim hafi liðið sérlega vel að þurfa að horfa upp á það sem fyrir augu bar.
Það hrun sem blasti við Þjóðverjum á síðustu dögum seinni heimstyrjaldarinar er málað sterkum litum í þessari mynd. Ekkert dregið undan og þó svo þarna sjáist kannski í fyrsta skipti Adolf Hitler sem persóna með mannlegar tilfiningar, þá er stutt í skrýmslið. En áhrifamest var þó kannski sú mynd sem dregin var upp af þeim börnum sem drógust inn í endalokin. Ógleymanleg mynd og virkilega þess virði að kíkja á Kvikmyndahátíð til þess að berja hana augum.
Það hrun sem blasti við Þjóðverjum á síðustu dögum seinni heimstyrjaldarinar er málað sterkum litum í þessari mynd. Ekkert dregið undan og þó svo þarna sjáist kannski í fyrsta skipti Adolf Hitler sem persóna með mannlegar tilfiningar, þá er stutt í skrýmslið. En áhrifamest var þó kannski sú mynd sem dregin var upp af þeim börnum sem drógust inn í endalokin. Ógleymanleg mynd og virkilega þess virði að kíkja á Kvikmyndahátíð til þess að berja hana augum.
Ummæli
=Y=