Vestræn gildi
Undanfarið hef ég verið að hugsa um hvort það sé réttlætanlegt að leggja einhverskonar mat á það hvort siðir eða venjur séu betri eða verri. Þetta tengist auðvitað umræðu um fjölmenningarsamfélag og afar áhugaverðri grein í Lesbók Morgunblaðsins sem ég las um helgina. Reyndar var ég löngu farinn að velta þessu fyrir mér. Þetta snýst sem sagt um það hvort við getum í alvöru haldið því fram að ákveðin gildi, séu öðrum fremri.
Fyrir þetta 150 árum síðan þá hefði svarið við þessari spurningu verið mjög einfalt. Vestræn gildi og þá einkum og sér í lagi, þau gildi sem kennd eru við grunngildi mótmælenda trúar, væru augljóslega fremri öðrum gildum. Svo sannfærð vorum við um gildi þessara hugmynda okkar að menn lögðust í borgarastríð vestur í Bandaríkjunum vegna þess að þar taldi stór hópur fólks að fólk af öðrum upprunna væri best komið í þrælahaldi.
Hámark heimskunnar var síðan náð á fjórða áratug síðustu aldar, þegar hópur Þjóðverja taldi að til væri eitthvað sem kalla mætti hin Aríska kynstofn sem stæði öðrum framar. Gengu síðan í það að útrýma sem flestum þeim sem ekki tilheyrðu þessum hópi til þess að tryggja hópnum nægilegt lífsrými. Sem endaði síðan með þeim ósköpum sem við öll þekkjum.
Þessi framganga Þjóðverjana varð til þess að kasta verulegri rýrð á þessa hugmynd. Þjóðverjar voru nefnilega nákvæmlega í þeim hópi sem höfðu flesta kosti þessa hóps til að bera og hefðu því átt að vera öðrum mönnum til fyrirmyndar. Þeas. ef kenningin um yfirburði hvítra mótmælenda væri rétt. Þegar síðan nýlenduveldi Evrópuþjóða liðu hvert of öðru undir lok, þá má segja að heldur hafi dregið úr vilja manna til þess að kannst við mikla yfirburði þeirra sem byggja þennan heimshluta.
En ég er hins vegar ekki alveg tilbúinn til þess að kaupa þessa afstæðishyggju. Ég tel þvert á móti, að það séu skynsamleg rök fyrir yfirburðum okkar sem standi óhrakin. Svona í það minnsta á meðan við högum okkur í samræmi við skynsemishyggju John Stuart Mill. Málið er nefnilega að þau önnur hugmyndakerfi sem nú keppa við okkur, byggja flest á því að útiloka ákveðna hópa frá því að vera gjaldgengir í samfélaginu. Konur í múslímaþjóðfélögum, ákveðnar stéttir meðal hindúa, heilu ættbálkarnir í sumum löndum Afríku osfrv.
Ef nútíma samfélög byggja á hugviti, hversu mikil heimska er þá fólgin í því að útiloka fyrirfram einhverja hópa frá því að geta nýtt sér hæfileika sína? Hér áður og fyrr þá útilokuðum við konur frá því að taka þátt í atvinnulífinu. Þetta kannski var allt í lagi, þegar atvinnulífið fólgst ekki í neinu hugviti, heldur úthaldi, hvort sem var við slátt upp á heiðum eða hark við fjöruborðið. En um leið og hugvitið fór að skipta máli, þá hlýtur það að liggja í hlutarins eðli að við viljum nýta alla þá hausa sem landið byggja.
Þess vegna tel ég menningu okkar, sem fallist hefur á þetta sjónarmið, standa framar þeim sem það hafa ekki gert. En það þýðir þó ekki að ég fallist á að þetta sé bundið við uppruna eða litarhátt. Skynsemi er nefnilega ekki bundin við neitt slíkt. Sem sést best þegar horft er á yfirlýsingar Bobby Fisher. Ég er nefnilega alveg sammála Tatjönu Latinovic í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins. Skoðanir Fisher eru vondar og við eigum ekkert að vera feimin við að segja það. En skil ég ekki ennþá afhverju við þurftum að veita þessum manni, sem að mínum dómi, er ekkert annað en ruglukollur sérmeðferð.
Fyrir þetta 150 árum síðan þá hefði svarið við þessari spurningu verið mjög einfalt. Vestræn gildi og þá einkum og sér í lagi, þau gildi sem kennd eru við grunngildi mótmælenda trúar, væru augljóslega fremri öðrum gildum. Svo sannfærð vorum við um gildi þessara hugmynda okkar að menn lögðust í borgarastríð vestur í Bandaríkjunum vegna þess að þar taldi stór hópur fólks að fólk af öðrum upprunna væri best komið í þrælahaldi.
Hámark heimskunnar var síðan náð á fjórða áratug síðustu aldar, þegar hópur Þjóðverja taldi að til væri eitthvað sem kalla mætti hin Aríska kynstofn sem stæði öðrum framar. Gengu síðan í það að útrýma sem flestum þeim sem ekki tilheyrðu þessum hópi til þess að tryggja hópnum nægilegt lífsrými. Sem endaði síðan með þeim ósköpum sem við öll þekkjum.
Þessi framganga Þjóðverjana varð til þess að kasta verulegri rýrð á þessa hugmynd. Þjóðverjar voru nefnilega nákvæmlega í þeim hópi sem höfðu flesta kosti þessa hóps til að bera og hefðu því átt að vera öðrum mönnum til fyrirmyndar. Þeas. ef kenningin um yfirburði hvítra mótmælenda væri rétt. Þegar síðan nýlenduveldi Evrópuþjóða liðu hvert of öðru undir lok, þá má segja að heldur hafi dregið úr vilja manna til þess að kannst við mikla yfirburði þeirra sem byggja þennan heimshluta.
En ég er hins vegar ekki alveg tilbúinn til þess að kaupa þessa afstæðishyggju. Ég tel þvert á móti, að það séu skynsamleg rök fyrir yfirburðum okkar sem standi óhrakin. Svona í það minnsta á meðan við högum okkur í samræmi við skynsemishyggju John Stuart Mill. Málið er nefnilega að þau önnur hugmyndakerfi sem nú keppa við okkur, byggja flest á því að útiloka ákveðna hópa frá því að vera gjaldgengir í samfélaginu. Konur í múslímaþjóðfélögum, ákveðnar stéttir meðal hindúa, heilu ættbálkarnir í sumum löndum Afríku osfrv.
Ef nútíma samfélög byggja á hugviti, hversu mikil heimska er þá fólgin í því að útiloka fyrirfram einhverja hópa frá því að geta nýtt sér hæfileika sína? Hér áður og fyrr þá útilokuðum við konur frá því að taka þátt í atvinnulífinu. Þetta kannski var allt í lagi, þegar atvinnulífið fólgst ekki í neinu hugviti, heldur úthaldi, hvort sem var við slátt upp á heiðum eða hark við fjöruborðið. En um leið og hugvitið fór að skipta máli, þá hlýtur það að liggja í hlutarins eðli að við viljum nýta alla þá hausa sem landið byggja.
Þess vegna tel ég menningu okkar, sem fallist hefur á þetta sjónarmið, standa framar þeim sem það hafa ekki gert. En það þýðir þó ekki að ég fallist á að þetta sé bundið við uppruna eða litarhátt. Skynsemi er nefnilega ekki bundin við neitt slíkt. Sem sést best þegar horft er á yfirlýsingar Bobby Fisher. Ég er nefnilega alveg sammála Tatjönu Latinovic í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins. Skoðanir Fisher eru vondar og við eigum ekkert að vera feimin við að segja það. En skil ég ekki ennþá afhverju við þurftum að veita þessum manni, sem að mínum dómi, er ekkert annað en ruglukollur sérmeðferð.
Ummæli