Úr vöndu að ráða

Hugmyndin var ekki sú að detta niður í svona skrifleti, en það er líklega bara vegna þess að veðrið hefur verið að skána og svo hins að mér hefur einhvern veginn verið alveg sama yfir flestum fréttum undanfarið. Finnst t.d. það ekkert sérstaklega spennandi að vera halda upp á 10 ára stjórnarafmæli Davíðs og Halldórs. Legg þó til að við skjótum saman í brjóstmynd af þeim félögum sem verið sett upp við sinn hvorn endan á Héðinsfjarðargöngum.

Annars hefði þetta verið miklu skemmtilegra ef við hin sem erum búin að búa með þeim félögum hefðum fengið eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. Þó það hefði ekki verið nema 7 binda ritröð um starfsemi Utanríkisráðuneytisins. Davíð hefur alltaf verið svo helvíti naskur við að finna eitthvað sem bókaútgefendur á almennum markaði hafa ekki verið að sinna nógu vel. Ég hefði alveg getað séð fyrir mér að Hannes Hólmsteinn (snillingur með meiru) hefði getað verið fenginn til að ritstýra verkinu.

Annars er ég búinn að finna mér nýjan uppáhaldsnilling. Sá heitir Dagur B Eggertsson og hefur verið úttala sig fyrir hönd Reykjavíkurlistans að undanförnu. Dagur er læknismenntaður og ég ef óskaplega feginn að hann er ekkert mikið í því að eiga við lifandi fólk. Því ef ég tek mið af því sem hann sagði til þess að útskýra afhverju það er ekki ennþá neitt búið að gerast í gatnamótum Kringlumýrar og Miklubrautar, þá er næsta víst að flestum sjúklingum yrði vísað frá, með þeim orðum að það yrði að skoða málið í samhengi. Því þær lausnir sem Dagur bar á borð fyrir borgarbúa til þess að redda þessum málum voru þau að skoða hvenær skólar byrja, fyrirtæki hefja starfsemi osfrv.

Sem er kannski ekki svo vitlaus hugmynd. Við erum jú með vegi sem eru sáralítið notaðir yfir nóttina t.d. Við þurfum bara að koma okkur upp kerfi þar sem t.d. börn í ákveðnum hverfum væru í skólum á nóttunni. Ég gæti líka alveg séð fyrir mér að Reykjavíkurborg gæti tekið upp sveigjanlega vinnutíma og opnunartíma. Þannig mætti t.d. hugsa sér að Reykjavíkurborg myndi stuðla að breytri umferðarmenningu með því að hafa stofanir meira opnar á kvöldin og jafnvel lokað á daginn. Um að gera að hafa þetta svolítið fjölbreytt og skemmtilegt allt saman, ekki satt. En var ekki málið annars að lagfæra gatnamót?

Reyndar verður það að segjast Degi til nokkurar varnar að honum er vorkun að þurfa að útskýra það að eftir 10 ár við stjórn Reykjavíkurborgar, þá hafi ekki enn tekist að koma þessum hættulegustu gatnamótum landsins í sæmilegt lag. En vonandi þurfum við ekki að býða í 10 í viðbót.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Respect! Helvítis R-lista hyski.

nuff said!

= Y =

Vinsælar færslur