Hver er þessi Bobby Fisher?
Er nema von að maður spyrji. Þvílíkt hefur gengið á að undanförnu við að gera þessum manni kleyft að flytja til Íslands að ætla mætti að hér sé um afar merkilegan einstakling. Manni dettur eiginlega ekki annað í hug en að hér sé á ferðinni bæði snillingur og mannvinur sem hafi gert sér far um að gera veg og vanda Íslands og Íslendinga sem mestan. Já, það eiginlega getur varla annað verið, eða hvað?
Eins og stundum áður þá gríp ég til hinar frábæru Wikipedia alfræðinetorðabókarinar: Robert James "Bobby" Fischer (born March 9, 1943) is a former world chess champion, and the only American to win the FIDE world chess championship. He is also well known for his eccentricity, unconventional behavior, and outspoken, anti-semitic political views. Já, eitthvað er þetta á aðra leið en ég bjóst við.
Miðað við þá umræðu sem hefur verið í gangi hér á landi og þau orð sem pennavinur Bobby, Sæmi Rokk, hefur látið falla, þá hefði maður haldið að um væri að ræða ofsóttan snilling sem japönsk stjórnvöld hefðu í mannvonsku sinni haldið í fangelsi. En eitthvað virðist þetta vera málið blandið.
Fyrstu vísbendingu um hvers konar snilling við höfum ákveðið að skjóta skjólshúsi yfir, tel ég vera trú Bobby á Worldwide Church of God sem spáði því að heimurinn myndi enda með þriðju heimstyrjöldinni 1972. Eins og við vitum, þá gerðist það ekki. Bobby mun hafa tekið þátt í skákeinvíginu hér á Íslandi í þeim tilgangi að styðja kirkjuna og undirbúa sig fyrir heimsendir. Trú hans beið víst skipbrot þegar ekkert var úr heimsendi.
Önnur vísbendingin er staðfest gyðingahatur Bobby Fishers, þrátt fyrir að móðir hans sé af gyðingaættum. Þannig hefur hann reynt að fá því komið til leiðar að nafn hans sé ekki meðal þeirra sem taldir eru gyðingar. Viðbrögð Fishers við árásunum 11. september 2001 einkendust af gleði, þar sem hann taldið að með þeim væri verið að veita Bandaríkjamönnum og Ísraelsmönnum réttláta refsingu fyrir illa meðferð þeirra á Palestínumönnum.
Með öðrum orðum, alþingismenn okkar ákváðu að veita geðveikum nýnasista íslenskan ríkisborgararétt til þess að undirstrika sérstöðu Íslendinga á alþjóðavetvangi. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft mikla ástæðu til þess að hrósa þingmönnum Framsóknarflokksins, en þeir tveir sem sáu ástæðu til þess að sitja hjá við þessa afgreiðslu eiga hróss skilið. Eru alþingsmenn okkar alveg blindir? Hvað næst? Er ekki rétt að veit fjölskyldum þeirra þýsku nasista sem hingað vöndu komu sínar upp úr 1930 íslenskan ríkisborgararétt með svipuðum hætti? Úff hvað óbragðið á þessari gjörð er eitthvað yfirgnæfandi.
Eins og stundum áður þá gríp ég til hinar frábæru Wikipedia alfræðinetorðabókarinar: Robert James "Bobby" Fischer (born March 9, 1943) is a former world chess champion, and the only American to win the FIDE world chess championship. He is also well known for his eccentricity, unconventional behavior, and outspoken, anti-semitic political views. Já, eitthvað er þetta á aðra leið en ég bjóst við.
Miðað við þá umræðu sem hefur verið í gangi hér á landi og þau orð sem pennavinur Bobby, Sæmi Rokk, hefur látið falla, þá hefði maður haldið að um væri að ræða ofsóttan snilling sem japönsk stjórnvöld hefðu í mannvonsku sinni haldið í fangelsi. En eitthvað virðist þetta vera málið blandið.
Fyrstu vísbendingu um hvers konar snilling við höfum ákveðið að skjóta skjólshúsi yfir, tel ég vera trú Bobby á Worldwide Church of God sem spáði því að heimurinn myndi enda með þriðju heimstyrjöldinni 1972. Eins og við vitum, þá gerðist það ekki. Bobby mun hafa tekið þátt í skákeinvíginu hér á Íslandi í þeim tilgangi að styðja kirkjuna og undirbúa sig fyrir heimsendir. Trú hans beið víst skipbrot þegar ekkert var úr heimsendi.
Önnur vísbendingin er staðfest gyðingahatur Bobby Fishers, þrátt fyrir að móðir hans sé af gyðingaættum. Þannig hefur hann reynt að fá því komið til leiðar að nafn hans sé ekki meðal þeirra sem taldir eru gyðingar. Viðbrögð Fishers við árásunum 11. september 2001 einkendust af gleði, þar sem hann taldið að með þeim væri verið að veita Bandaríkjamönnum og Ísraelsmönnum réttláta refsingu fyrir illa meðferð þeirra á Palestínumönnum.
Með öðrum orðum, alþingismenn okkar ákváðu að veita geðveikum nýnasista íslenskan ríkisborgararétt til þess að undirstrika sérstöðu Íslendinga á alþjóðavetvangi. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft mikla ástæðu til þess að hrósa þingmönnum Framsóknarflokksins, en þeir tveir sem sáu ástæðu til þess að sitja hjá við þessa afgreiðslu eiga hróss skilið. Eru alþingsmenn okkar alveg blindir? Hvað næst? Er ekki rétt að veit fjölskyldum þeirra þýsku nasista sem hingað vöndu komu sínar upp úr 1930 íslenskan ríkisborgararétt með svipuðum hætti? Úff hvað óbragðið á þessari gjörð er eitthvað yfirgnæfandi.
Ummæli