Verkfræðingar eru frá Mars - markaðsfólk frá Venus

Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér menntun okkar undanfarið. Málið er nefnilega að ég hef verið að rekast á að fólk sem hefur mikla menntun á sviði hugvísinda og þeim áherslum í rannsóknum sem þar ríkja, skilur hreinlega ekki það fólk sem kemur með verkfræðibakgrunn. Þetta getur verið svolítið bagalegt, sérstaklega þegar maður kemur nálægt verkefnum þar sem þessir tveir heimar mætast.

Málið er nefnilega að það er ekki síður mikilvægt að skilja verkefnið, heldur en að framkvæma það síðan rétt. Tökum til dæmis vefviðmótsprófanir. Stór hluti þeirra er gerður af fólki með félagsvísindalegan bakgrunn. Það telur því réttast að gera tölfræðilega áræðanglegar rannsóknir. Rannsóknir þar sem niðurstöður er síðan kynntar eins og rannsóknir á hegðun eða atferli, sem félagsvísindamenn þekkja jú ákaflega vel.

En vandamálið er einfaldlega að verkefnið er ekki athugun á atferli. Heldur er hönnun á vefjum verkfræðiverkefni. Nú ætla ég ekkert að þykjast þekkja verkfræðilega hugsun, enda ekki með menntun úr þeirri átt. En ég þekki hins vegar hugvísndahugsunina vel. En hafandi heyrt hvernig verkfræðingar vinna sig út úr verkefninum þá virðist mér þar hlutirnir snúast um að gera lausnir sem duga. Með öðrum orðum, það er ekki gerð viðhorfskönnun til niðurstöðunar sem kynnt er með tölfræðilegum útreikningum, öryggismörkum osfrv. Þess í stað er einfaldlega gerð lausn sem á að virka fyrir þann hóp sem hún er smíðuð fyrir. Horft er til þess að lausnin uppfylli skilyrði þess hóps sem hún er hönnuð fyrir, en ekki að hún geti uppfyllt kröfur allra.

Þetta er ástæðan fyrir því að viðmótsprófanir eru yfirleit gerðar með 5-6 manna úrtaki. Það er nefnilega ekki verið að leita eftir tölfræðilega réttri niðurstöðu (sem myndi þá væntanlega krefjast þess að úrtakið væri 800-1200 manns), heldur er leitast við að finna lausn sem muni nýtast 80% af þeim sem nota viðkomandi vef. Afhverju bara 80% gætir þú þá spurt? Jú, af því að væntanlega er bara verið að leitast við að þjónusta þau 80% sem gefa af sér mestan arð. Reyndar hafa stjórnvöld síðan lagt á fyrirtæki og stofnanir skildur vegna minnihlutahópa, en væntanlega myndu fyrirtæki og stofnanir ekki endilega leggja út í kostnað vegna þeirra af sjálfsdáðum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt og sjálfsagt að fyrirtæki og stofnanir leggi út í dýra og umfangsmikla smíði og þróun á vefsvæðum, nema því að eins að ávinngurinn af þeirri vinnu sé skýr.

Vefur dagsins er svo án efa Bibleman -

Ummæli

Vinsælar færslur