Stasiland

Ég kláraði Stasiland eftir og eftir allar kvartanirnar um það hvað ég væri ofboðslega leiðinlegur og formlegur hér, þá ákvað ég að halda því bara áfram. Enda er þetta skrifað fyrir sjálfan mig, svona til þess að fá útrás fyrir eitthvað sem mér liggur á hjarta. Þetta var frábær lesning og ótrúlegt að lesa sögur af því við hvaða aðstæður fólk bjó í Þýska Alþýðulýðveldinu.

Það verður ekki mikið dapurlegra en sagan af konu sem eignaðist barn með meltingarfæra sjúkdóm nokkrum vikum áður en múrinn var byggður. Þar sem læknar í austur Berlín gátu ekki fundið hvað var að, eða boðið lyf, þá fór konan til vestur Berlínar. En síðan lokuðust landamærin. Þótt það tækist að koma syninum til vestur Berlínar, þá tókst konunni það ekki. Sonurinn var því alinn upp af læknum og hjúkrunarfólki í vestur Berlín og hitti ekki foreldra sína fyrr en hann var kominn á grunnskólaaldur. Það sem var þó öllu verra var atlaga STASI að foreldrunum, sem í fyrstu reyndu að fá þau til samstarfs, en síðan þegar það mistókst, þá var komið í veg fyrir að þau gætu flutt til vestur Berlínar. Á þessum tíma var í gangi samningur milli Austur og Vestur Þýskalands þar sem Vestur Þýskaland greiddi fyrir í beinhörðum penningum til þess að fólk gæti flutt. Þessi hjón voru meðal örfárra dæma þar sem greitt var fyrir flutning, en samt komið í veg fyrir að fólkið gæti flutt.

Þegar horft er til þeirra hörmunga sem þetta fólk þurfti að ganga í gegnum, þá kann það að koma einhverjum á óvart að í dag fer lítið fyrir umræðu um STASI og stjórnendur þessarar dæmalausu mannvonsku í Austur Þýskalandi. Samkvæmt því sem fram kemur í Stasiland þá hefur t.d. engin af þeim sem komu að máli ofangreindarkonu hlotið nokkurn dóm fyrir aðild sína. Nokkrir af leiðtogum Austur Þýskalands voru dæmdir, en lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að bæta þeim skaðan sem bjuggu við ofbeldið. Því svo ótrúlega sem það kann að hljóma þá er söknuður meðal margra þeirra sem bjuggu í Austur Þýskalandi eftir gamla alþýðulýðveldinu. Reyndar vil svo merkilega til að samkvæmt nýlegri könnun kemur í ljós að 40% Þjóverja líta jákvæðum augum á stjórnarfarið í Þriðja Ríkinu. Enda litu Austur Þjóðverjar svo á að þeirra stjórn væri svo sem ekkert óeðlilegt framhald af Weimar og Þriðja Ríkinu.

En allt hefur þetta vakið upp óbilandi áhuga minn á því að heimsækja Berlín, til þess að sjá með eigin augum eitthvað af því sem ég hef verið að lesa um á undanförnum mánuðum. Vonandi tekst það í sumar.

En svona af því að það er föstudagur þá verður eitthvað skemmtilegt að fljóta með. Virginia hættir við undirfata bann

Ummæli

Vinsælar færslur