The Gates

Sumir hugsa einfaldlega stærra en aðrir. Dæmi um þetta eru hjónin Christo og Jeanne Claude. Þau hafa í sameiningu staðið að gerð einhverja stærstu og stórkostlegustu opinberu listaverka sem nokkru sinni hafa verið gerð. Þeirra nýjasta afrek, The Gates, var opnað í Central Park í New York í þessari viku og er óhætt að skora á alla þá sem eru á ferð í New York á næstu 2 vikum að láta þetta ekki framhjá sér fara, enda um einstakt tækifæri að ræða.

Í mínum huga er engin spurning að þau hjónin eru meðal merkari listamanna okkar tíma og var ég svo heppinn að heyra í þeim kynna sig og verk sín á GEL 2004. Það er mjög virkilega þess virði að skoða það sem þau hafa unnið áður. Það sem einkennir list þeirra er hversu tímabundin hún er og það var sérlega áhugavert að heyra hversu mikla áherslu þau leggja á að vera sjálfstæð. Þrátt fyrir mikla ásókn fyrirtækja í að styrkja þau, þá nota þau sitt eigið fjármagn og það sem meira er, þau endurvinna allt sem þau nota, þannig að það er t.d. ekki hægt að kaupa hluta úr verkum þeirra. Næsta verkefni þeirra finnst mér alveg óskaplega fallegt. Hér er hugsað stórt og okkur veitur innblástur, eitthvað sem maður fær aldrei nóg af. New York Times er með mjög góða umfjöllun um hliðin

Því miður er hæpið að ég nái til New York á næstu 14 dögum....

Ummæli

Vinsælar færslur