Nýtt ár

Nú er jólin og áramótin liðin og þá hefur maður tækifæri til þess að snúa sér aftur að daglegu amstri. Ég verð að viðurkenna að mér finnast svona stuttir frídagar alveg hræðilegir. Ef það má færa til sumardaginn fyrsta og uppstigningardag, má þá ekki líka festa jólafrídagana þannig að við fáum alltaf 2-3 frí daga óháð því á hvaða dögum jól og áramót lenda? Bretar leyfa sér þetta með því að hafa tilfæranlega frí daga. Það var amk. ævintýralega erfitt að mæta til vinnu milli jóla og nýárs og ekkert mikið auðveldara eftir áramót.

Annars voru þetta mín rólegustu áramót, svona frá því á áttunda áratug síðustu aldar, eða svo. Fátækleg flóra íslenskra skemmtistaða gerði það að verkum að ég sá enga ástæðu til þess að yfirgefa heimilið. Það er kannski líka aldurinn, en ég var nú samt í stuði og hefði verið alveg til í að kíkja út, en fannst t.d. ævintýralega óspennandi að eyða fyrstu klukkutímum á nýju ári á einhverjum littlum þröngum bar á Laugaveginum. En það var í rauninni það eina sem stóð til boða.

En nú er sem sagt tími leti og konfekts áts á enda og við tekur hefðbundið skammdegisþunglyndi. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort aukin hreyfing mín undanfarið ár, mun slá eitthvað á þunglyndið. Samkvæmt einhverri speki sem ég rakst á, þá á líkamsrækt og hreyfing víst að auka á jákvæðni, spurning hvernig þetta kemur út. En svona til þess að létta okkur lífið eru hér 3 bráðskemmtilegar auglýsingar.

Discovery Channel
Pepsi
Diet Coke

Ummæli

Nafnlaus sagði…
neineinei.. tími leti og áts er ekki liðinn fyrr en allt gotterí er búið! Nú er bara að bretta upp ermarnar og baka eina sort í viðbót og þá endast jólin fram á páska:)

Vinsælar færslur