Dies Agricola

Við Íslendingar bjuggum lengst af í moldarkofum (kallaðir torfbæir) og höfðum okkar framfæri af því að selja sauðfjárafurðir. Einhvern tíma var mér kennt að ein af helstu ástæðum þess að við Íslendingar hefðum lent í ógöngum á miðöldum, hefði verið sú að helstu útflutningsafurðir okkar voru annars vegar sögur á Íslensku sem fáir skildu og gátu lesið og hins vegar ull. Þegar bómull tók við af ullinni sem helsta vefnaðarefni Evrópu, þá minnkaði eftirspurn eftir ullinni okkar. Tískan breyttist og við vorum einfaldlega ekki lengur með á nótunum. Kannski þess vegna sem við leggjum okkur í dag svona fram við að vera í tísku.

En sem sagt, flestar af þessum tæplega 12 öldum sem við þekkjum í byggð á Íslandi höfum við unnið við landbúnað. Verið bændur, eða í það minnsta látið okkur dreyma um að gerast bændur. Það skal því ekki koma á óvart að við höldum upp á daginn með landbúnaðarstéttum þessa lands með því að éta elstu afurðir okkar. Við erum einfaldlega að færa okkur aftur í moldina.

Mér finnst þessi hugmynd um að halda bóndadaginn hátíðlega með skemmtilegri siðum okkar. Þarna fáum við frábært tækifæri til þess að draga börnin í húsdýragarðinn og sýna þeim dýrin sem við síðan borðum súrsuð um kvöldið. Það verður líka að segjast alveg eins og er að þessi matur ber þess nokkur merki að hér áður og fyrr, þá einfaldlega var ekkert of mikið til þess að borða á Íslandi.

Orka, sama hvaðan hún kom, skipti okkur einfaldlega máli til þess að geta komist í gegnum daginn í veðrinu eins og það er hér á Íslandi. Á meðan þjóðir sunnar í álfunni notuði vínedik til þess að geyma mat, þá þurftum við að koma okkur upp öðrum aðferðum, því hér var engin vínrækt. Líklega hefur þessi hugmynd um að nota mysu verið þekkt frá þeim svæðum Skandinavíu þar sem ekki var vínrækt. Það er amk. ekki svo fráleitt að hugsa sér að bæði kjöt og skyr hafi verið geymt í kerjum þar sem flaut yfir hvort tveggja með mysu. Svo er rétt að jarða þjóðsöguna um hákarlinn. Vinnsla hans fer ekki fram með því að það sé migið yfir hann. Hið rétt er að hákarlinn hefur ekki þvagblöðru og því er þvagið í kjötinu, sem einmitt gerir það að verkum að amoníak stybba er af hákarli.

En á þessum degi þá skála ég fyrir bændum þessa lands...

Ummæli

Vinsælar færslur