Eigum við að hittast?

Var á ótrúlega skemmtilegri ráðstefnu í New York núna í lok apríl. Ráðstefnan er kölluð GEL og er ólík flestum öðrum ráðstefnum, sem flestar snúast um eitthvað ákveðið fyrir fram skilgreint efni. Svona skilgreinir GEL sig:

The purpose of Gel is to explore what it means to create a good, meaningful, or authentic experience.

The theme is “good experience": how it's created, and what it means in art, society, media, community, business, and technology.


Fyrirlesarar á ráðstefnunni í ár komu úr ýmsum áttum og þeirra á meðal var Scott Heiferman sem sagði frá einstaklega skemmtilegum vef sem hann og félagar hans stofnuðu sem heitir Meetup. Hugmyndin er í rauninni fáranlega einföld en skemmtileg. Því núna þegar við sitjum sitt í hverju horni og horfum á okkar sjónvarp, skrifum fyrir okkar blog og gerum kannski ekkert of mikið af því að hitta annað fólk (nema kannski helst í vinnunni) þá vantar aðferð til þess að fólk með svipuð áhugamál geti hist. Málið er nefnilega að fyrir ekki alls löngu þá hittist fólk reglulega og var virkt í ýmiskonar starfsemi. Þetta hefur síðan lagst af með tilkomu nýrrar afþreyingar, en núna þegar við höfum eignast gagnvirkan miðil eins og Netið, þá getum við hitt alla hina sem hafa sömu áhugamál og við. Við bara setjum upp auglýsingu og athugum hvort að einhverjir koma. Meetup.com hefur gengið svo vel að í dag eru 1.2 milljón skráðir notendur í rúmlega þúsund borgum víðsvegar um heim sem hittast með þessum hætti. Reyndar vantar Ísland á listann...en kannski þú verðir til þess að breyta því?

Ummæli

Vinsælar færslur