Af skyndi skilaboðum og háskólum
Í mínum augum er messenger (MSN, AIM, Yahoo eða hvaða útgáfu sem þú kannt að nota) einhvert það besta samskipta tól sem fundið hefur verið upp. Ég nota sjálfur MSN útgáfuna og finnst þetta littla P2P tól alveg frábært. Fyrir þau okkar sem starfa í alþjóðlegu umhverfi þar sem samstarfsfólk okkar er hugsanlega ekki einu sinni í sama tímabelti og við sjálf, svo ekki sé talað um fjarlægðirnar, þá hefur þetta tól fjölmarga kosti. Ekki eins og ég sé að segja þeim sem þetta nota einhverjar fréttir. Ef þú ert ekki ein(n) af þeim þá skaltu kynna þér kostina
Eitt af því sem mér leiðist alveg óskaplega er minnimáttarkennd fyrrverandi nema við Háskóla Íslands. Einn af þeim er Egill “Silfur” Helgason sem skrifaði fúll um aðra skóla inn á blogginn sinn á strikinu:
“Eru Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst alvöru "háskólar" eða bara eitthvað sem kemur á eftir gjaldföllnu og mestanpart ónýtu stúdentsprófi? Framhald á framhaldsskólum? Líklega eru þeir "höjskoler" eins og það heitir í Skandinavíu en varla "háskólar" í hinni gömlu merkingu orðsins - sem átti að vera þýðing á heitinu Universitas.”
Egill Helgason á Strik.is 8. apríl 2004
Þarna þykir mér Egill setja sig í stellingar en lenda svo kylliflatur ofan í lífrænum áburði. Hvað er Háskóli? Spyr Egill, en svarar því svo sem aldrei sjálfur. Ég spurði Encyplopædia Britannica Online að þessu og fékk eftirfarandi svar: “institution of higher education, usually comprising a liberal arts and sciences college and graduate and professional schools and having the authority to confer degrees in various fields of study. A university differs from a college in that it is usually larger, has a broader curriculum, and offers graduate and professional degrees in addition to undergraduate degrees.” Nú má vel vera að Egill telji sig vita betur en gamla góða EC online og ég vildi svo sem ekkert hlaupa á eftir þessari skilgreiningu. En ef eingöngu er horft á þessa skilgreiningu og það rifjað upp að HR útskrifar nema úr MBA námi er dagsljóst að HR er háskóli. En ef horft er til þess að í HR, HA og HB er haldið úti ekki minna frumkvöðla og rannsóknarstarfi en við HÍ þá er þetta að mínu mati aum tilraun hins “geðgóða” sjónvarpsþáttastjórnanda til þess að upphefja HÍ með því að reyna sverta hina skólana og kalla þá framhaldskóla. Það fyndnasta við þetta allt saman er síðan sú staðreynd að Egill reynir að slá um sig með latínu og vil meina að háskóli sé þýðing á Universitas, þegar einmitt er mun líklegra að háskóli sé þýðing á höjskoler, enda fyrirmyndir sóttar til Kaupmannahafnar um það leiti sem háskóli verður til á Íslandi. Ég gef amk. lítið fyrir öfund Egils út í það ágæta fólk sem kennir og nemur við aðra skóla en HÍ.
Eitt af því sem mér leiðist alveg óskaplega er minnimáttarkennd fyrrverandi nema við Háskóla Íslands. Einn af þeim er Egill “Silfur” Helgason sem skrifaði fúll um aðra skóla inn á blogginn sinn á strikinu:
“Eru Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst alvöru "háskólar" eða bara eitthvað sem kemur á eftir gjaldföllnu og mestanpart ónýtu stúdentsprófi? Framhald á framhaldsskólum? Líklega eru þeir "höjskoler" eins og það heitir í Skandinavíu en varla "háskólar" í hinni gömlu merkingu orðsins - sem átti að vera þýðing á heitinu Universitas.”
Egill Helgason á Strik.is 8. apríl 2004
Þarna þykir mér Egill setja sig í stellingar en lenda svo kylliflatur ofan í lífrænum áburði. Hvað er Háskóli? Spyr Egill, en svarar því svo sem aldrei sjálfur. Ég spurði Encyplopædia Britannica Online að þessu og fékk eftirfarandi svar: “institution of higher education, usually comprising a liberal arts and sciences college and graduate and professional schools and having the authority to confer degrees in various fields of study. A university differs from a college in that it is usually larger, has a broader curriculum, and offers graduate and professional degrees in addition to undergraduate degrees.” Nú má vel vera að Egill telji sig vita betur en gamla góða EC online og ég vildi svo sem ekkert hlaupa á eftir þessari skilgreiningu. En ef eingöngu er horft á þessa skilgreiningu og það rifjað upp að HR útskrifar nema úr MBA námi er dagsljóst að HR er háskóli. En ef horft er til þess að í HR, HA og HB er haldið úti ekki minna frumkvöðla og rannsóknarstarfi en við HÍ þá er þetta að mínu mati aum tilraun hins “geðgóða” sjónvarpsþáttastjórnanda til þess að upphefja HÍ með því að reyna sverta hina skólana og kalla þá framhaldskóla. Það fyndnasta við þetta allt saman er síðan sú staðreynd að Egill reynir að slá um sig með latínu og vil meina að háskóli sé þýðing á Universitas, þegar einmitt er mun líklegra að háskóli sé þýðing á höjskoler, enda fyrirmyndir sóttar til Kaupmannahafnar um það leiti sem háskóli verður til á Íslandi. Ég gef amk. lítið fyrir öfund Egils út í það ágæta fólk sem kennir og nemur við aðra skóla en HÍ.
Ummæli