Af skoðanaskiptum í New York Times

Ég les alltaf New York Times á Netinu og finnst netútgáfa þess endurspegla hversu ofboðslega góður fjölmiðill The New York Times er. Það eru að mínu mati 5 dagblöð í Bandaríkjunum sem bera höfuð og herðar yfir öll hin. Þau eru Boston Globe, New York Times, Wall Street Journal, Washington Post og L.A.Times. En að mínu mati eru þessi 5 dagblöð stærstu stjörnur bandarískrar dagblaðaútgáfu. Auðvitað er síðan fullt af góðum dagblöðum í Bandaríkjunum, en þessi eru einfaldlega svo ótrúlega öflug og vönduð að þau eru mælistikan sem önnur dagblöð í Bandaríkjunum eru borin saman við.

“There's a terrible sense of dread filtering across America at the moment and it's not simply because of the continuing fear of terrorism and the fact that the nation is at war. It's more frightening than that. It grows out of the suspicion that we all may be passengers in a vehicle that has made a radically wrong turn and is barreling along a dark road, with its headlights off and with someone behind the wheel who may not know how to drive.”
Bob Herbert í New York Times 24. maí 2004.

Þessi dagblöð hafa fyrir löngu síðan skapað sér þennan sess með því að vera með færa blaðamenn í vinnu, en ekki síður fyrir afar vandaða dálkahöfunda. Það sem vitnað er í hér að ofan er dæmi um það sem nýlega hefur birst í New York Times og skemmtilegt að skoða þetta í þeirri umræðu um ábyrga fjölmiðlun sem fram fer á Íslandi. Einn af mínum uppáhalds dálkahöfunum er Maureen Dowd sem skrifar kjarnyrtar greinar sem bera þess merki að Maureen er langt frá því að vera sátt við stefna Bush stjórnarinnar, bæði í innanríkis og utanríkismálum. Það er allt látið flakka og ekkert er svo heilagt að ekki sé hróflað við því. Nýlegt dæmi um þetta er:

“The hawks dismissed warnings from their own people — such as the Bush Middle East envoy Gen. Anthony Zinni — that the Iraqi National Congress was full of "silk-suited, Rolex-wearing guys in London." As General Zinni told The Times in 2000: "They are pie in the sky. They're going to lead us to a Bay of Goats, or something like that.””
Maureen Dowd í New York Times 23. maí 2004.

Ástæðan fyrir því að dálkahöfundar fá að láta næstum allt vaða, er sú að það er löng hefð fyrir því að dálkahöfundar tjái skoðanir sínar um menn og málefni. Það er ekki litið svo á að þessir dálkahöfundar túlki endilega ritstjórnarstefnu eða skoðanir eigenda viðkomandi fjölmiðils. Þannig er efni þeirra vandlega aðskilið frá fréttum og það fer ekkert á milli mála að um ritstjórnarefni eða dálkahöfunda er að ræða. Þeim sem þetta skrifar hefur oft fundist skorta verulega á aðgreiningu á þessu hjá íslenskum fjölmiðlum, þó reyndar sýnist mér þetta hafa batnað á undanförnum árum.

Ummæli

Vinsælar færslur