Íslenska krónan - best í heimi....
Davíð Oddson þáverandi forsætisráðherra (og núverandi stjórnarmaður í Seðlabanka Íslands) í ræðu hjá bresk-íslenska verslunarfélaginu 6. nóvember 2001:
"Góðir fundarmenn.
Á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð flökt á íslensku krónunni á gjaldeyrismarkaði og gengi hennar hefur lækkað. Þessi órói hefur fengið suma þá sem kvikastir eru til að boða að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að ganga nú þegar í Evrópusambandið og taka upp evru. Íslenska myntin sé bersýnilega of smá til þess að hún geti þjónað tilgangi sínum sem trúverðugur gjaldmiðill. Óvissa um gengisþróun komi í veg fyrir erlendar fjárfestingar og skaði íslenskt atvinnulíf.
Vissulega er óvissa í gengismálum óheppileg fyrir atvinnulífið og þjóðfélagið allt. Lækkun á gengi krónunnar nú á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til viðbragða hagkerfisins við þeirri þenslu sem hefur látið á sér kræla á undanförnum misserum. Síðustu sjö árin áður en þessa óróa fór að gæta var íslenska krónan ein stöðugasta myntin í okkar heimshluta og stóð vel af sér mikið hrun evrunnar. Var myntin hvorki stærri eða smærri á þeim tíma en nú. Allt bendir til að núverandi vandamál sé tímabundið og leysist um leið og hagkerfið hefur aðlagast nýjum aðstæðum. Einnig er rétt að benda á að lögum um Seðlabanka Íslands var breytt síðastliðið vor. Þá var ákveðið að gengi krónunnar skyldi ekki lengur haldið innan ákveðinna vikmarka en bankanum gert að fylgja framvegis ákveðnum verðbólgumarkmiðum sem ríkisstjórnin ákvað. Til þess var honum veitt aukið sjálfstæði og fullt forræði yfir vaxtaákvörðunum. Það er eðlilegt að það taki markaðinn nokkurn tíma að aðlagast þessari breytingu og þeirri staðreynd að gengi krónunnar getur nú sveiflast töluvert án þess að Seðlabankinn sjái ástæðu til inngripa."
http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/358
7 ára skammtíma vandamál - hvernig ætli Davíð skilgreini þá langtíma vandamál?
"Góðir fundarmenn.
Á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð flökt á íslensku krónunni á gjaldeyrismarkaði og gengi hennar hefur lækkað. Þessi órói hefur fengið suma þá sem kvikastir eru til að boða að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að ganga nú þegar í Evrópusambandið og taka upp evru. Íslenska myntin sé bersýnilega of smá til þess að hún geti þjónað tilgangi sínum sem trúverðugur gjaldmiðill. Óvissa um gengisþróun komi í veg fyrir erlendar fjárfestingar og skaði íslenskt atvinnulíf.
Vissulega er óvissa í gengismálum óheppileg fyrir atvinnulífið og þjóðfélagið allt. Lækkun á gengi krónunnar nú á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til viðbragða hagkerfisins við þeirri þenslu sem hefur látið á sér kræla á undanförnum misserum. Síðustu sjö árin áður en þessa óróa fór að gæta var íslenska krónan ein stöðugasta myntin í okkar heimshluta og stóð vel af sér mikið hrun evrunnar. Var myntin hvorki stærri eða smærri á þeim tíma en nú. Allt bendir til að núverandi vandamál sé tímabundið og leysist um leið og hagkerfið hefur aðlagast nýjum aðstæðum. Einnig er rétt að benda á að lögum um Seðlabanka Íslands var breytt síðastliðið vor. Þá var ákveðið að gengi krónunnar skyldi ekki lengur haldið innan ákveðinna vikmarka en bankanum gert að fylgja framvegis ákveðnum verðbólgumarkmiðum sem ríkisstjórnin ákvað. Til þess var honum veitt aukið sjálfstæði og fullt forræði yfir vaxtaákvörðunum. Það er eðlilegt að það taki markaðinn nokkurn tíma að aðlagast þessari breytingu og þeirri staðreynd að gengi krónunnar getur nú sveiflast töluvert án þess að Seðlabankinn sjái ástæðu til inngripa."
http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/358
7 ára skammtíma vandamál - hvernig ætli Davíð skilgreini þá langtíma vandamál?
Ummæli