Tölvuleikir, ofbeldi og öl
Föstudagar eru eðlilega uppáhaldsdagar allra vinnandi manna. Ekki skaðar að núna er framundan 3 daga helgi og því fjöldi ástæðna fyrir því að vera kátur. Ég ætla samt að byrja á alvarlegu nótunum.
Í vikunni fékk ég ábendingu um að eitthvað væri nú málum blandið hversu slæmir tölvuleikir væru fyrir börn og unglinga. Þetta er kannski ekki umræða sem er svo rosalega oft í fréttunum hér, en tengist samt sterkum böndum við hræðslu okkar við að þjóðfélagið sé allt á leið til helvítis.
Málið er nefnilega að hræðsla selur fjölmiðla. Þetta hefur gert það að verkum að fjölmiðlar hafa tilhneygingu til þess að draga upp mynd af samfélaginu sem við búum í sem stað þar sem ríkir óöld. Besta dæmið um þetta er sú mynd sem DV hefur kosið að draga upp af íslensku samfélagi. Skemmtilegt að lesa, en alveg gjörólíkt því samfélagi sem ég tel mig í rauninni búa í.
En aftur að tölvuleikjunum. Málið er að síðan fyrstu tölvuleikirnir komu út hafa verið upp raddir um að þetta sé að hafa vond áhrif á ungafólkið. Sérstaklega hefur verið horft til þess að stór hluti þessara leikja gangi út á slagsmál, dráp og annan subbuskap. Það hefur síðan hjálpað til að þetta fínt sjónvarpsefni. Flott að sýna brot úr Doom/Quake/Half Life osfrv því til sönnunar að þarna sé verið að búa til hálf brjálað ofbeldisfólk. Þetta er svona auðvelt stef fyrir fréttamenn sjónvarpsins sem vekja þar með upp ótta meðal foreldra yfir því hvaða áhrifum börnin þeirra séu að verða fyrir.
En er það virkilega svo að draga megi þá ályktun að ofbeldi í tölvuleikjum, auki ofbeldi með barna og unglinga? Vissulega eru til kannanir sem benda til þess að tölvuleikir og þá sérstaklega ofbeldisfullir tölvuleikir leiði til ofbeldishegðunar. En raunar má leiða að því nokkuð gild rök að þeir sem séu ofbeldisfullir hafi frekar áhuga á ofbeldisleikjum. Því tölfræðileg tenging er ekki endilega sama og orsaka samhengi. Þannig er t.d. frægt dæmið um ísneyslu og nauðganir í Bandaríkjunum. En ekki síður áhugavert að skoða sjónvarpseign og tíðni krabbameins í Bandaríkjunum. Svo skýr virtust tengslin vera milli þessara tveggja þátta að það leið heil áratugur
áður en athyglin beindist að öðrum skaðvaldi, tóbaki.
Líkt og með margt annað sem við “vitum” þá virðist það ætla að verða að viðteknum sannleik að tölvuleikir hafi leitt til aukin ofbeldis meðal unglinga. Er þar einkum horft til gagna og rannsókna í Bandaríkjunum. Séu þessi gögn hins vegar skoðuð, eins og greinarhöfundur, The Truth About Violent Youth And Video Games, hefur gert, þá kemur hið gagnstæða í ljós. Réttara sé að draga þá ályktun að tilkoma tölvuleikja hafa dregið úr ofbeldi. En hvers vegna eru fjölmiðlar þá svona duglegir við að beina kastljósinu að tölvuleikjum og ætluðum vondum áhrifum þeirra?
Ástæðan er sára einföld. Tölvuleikir eru nefnilega helsta samkeppni fjölmiðla. Þegar við erum farin að eyða mun meiri tíma í tölvuleiki en það að sitja fyrir framan sjónvarpið, hlusta á útvarp eða lesa dagblöð, er þá nema furða að þessir miðlar bregðist við. Það hjálpar síðan ekki til að fjölmiðlafólk er oftar en ekki ákaflega illa að sér í nýrri tækni. Umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Netið hefur t.d. borið þess skýrt vitni að fjölmiðlafólk í sjónvarpi er miklu frekar ráðið út á útlit en skilning á tækni. Sem er kannski ekkert skrítið.
Ekki svo að skilja að ég telji að tölvuleikir á borð við Grand Theft Auto séu mögnuð meistaraverk. Langt í frá. Finnst alveg rétt að þessum leikjum sé haldið frá börnum, enda eru þeir framleiddir fyrir fullorðið fólk. Það eru reyndar ekki nema 12% af leikjum sem fá merkinguna M í Bandaríkjunum, en til samanburðar þá fá 55% af kvikmyndum merkinguna R sem táknar líkt og M í tölvuleikjum að kvikmyndin sé ætluð fullorðnum. En það er ofbeldi út um allt. Hefur verið það í gegnum aldir. Þjóðsögur og ævintýri eru full af ofbeldi.
Tölvuleikur byggður á Hans og Grétu þar sem þau ráðast gegn aldraðri konu og grilla hana í ofni, eða Rauðhettu þar sem við sjáum villidýr gleypa ömmu gömlu eru ekki beint án ofbeldis. Þess þá síður allar Íslendingasögurnar eða Eddukvæðin. Nú ef menn vilja endilega halda sig við bækur sem boða yfirleit bót og betrun þá er gamla testamenntið fullt af ótrúlegasta ofbeldi.
Svo kannski hefur þessi aukning í spilun á tölvuleikjum haft þau áhrif að árásargirni okkar er nú fullnægt í gegnum leikina. Morð á Nazistum í Call of Duty kemur þannig í staðinn fyrir að lemja félagann á Laugaveginum. Þannig mætti ætla að þeir sem slíkt gera séu að líða fyrir skort á ofbeldisleikjum. En auðvitað er heimurinn ekki svona einfaldur. Ástæður þessa ofbeldis sem við upplifum í kringum okkur eru flóknar. Flóknari en svo að einhverju einu verði kennt um, en þegar í ljós kemur að ein helsta ástæðan sem bent hefur verið á, já hún virðist kannski hafa önnur áhrif. Því er þá engin að velta því fyrir sér?
En af því að í dag er föstudagur þá er nú rétt að benda á að tölvuheimurinn er ekki bara fullur af ofbeldi. Þaðan hafa komið nokkrar góðar hugmyndir, sem nú hafa fætt af sér fyrsta open source bjórinn í heiminum. Hópur danskra (hvað annað) tækniskólanema ákvað nefnilega að beita lögmálum tölvuheimsins á eitthvað annað en hugbúnað og bjó þar með til fyrstu opnu uppskriftina að bjór framleiðslu – Okkar Öl. Skál!
Í vikunni fékk ég ábendingu um að eitthvað væri nú málum blandið hversu slæmir tölvuleikir væru fyrir börn og unglinga. Þetta er kannski ekki umræða sem er svo rosalega oft í fréttunum hér, en tengist samt sterkum böndum við hræðslu okkar við að þjóðfélagið sé allt á leið til helvítis.
Málið er nefnilega að hræðsla selur fjölmiðla. Þetta hefur gert það að verkum að fjölmiðlar hafa tilhneygingu til þess að draga upp mynd af samfélaginu sem við búum í sem stað þar sem ríkir óöld. Besta dæmið um þetta er sú mynd sem DV hefur kosið að draga upp af íslensku samfélagi. Skemmtilegt að lesa, en alveg gjörólíkt því samfélagi sem ég tel mig í rauninni búa í.
En aftur að tölvuleikjunum. Málið er að síðan fyrstu tölvuleikirnir komu út hafa verið upp raddir um að þetta sé að hafa vond áhrif á ungafólkið. Sérstaklega hefur verið horft til þess að stór hluti þessara leikja gangi út á slagsmál, dráp og annan subbuskap. Það hefur síðan hjálpað til að þetta fínt sjónvarpsefni. Flott að sýna brot úr Doom/Quake/Half Life osfrv því til sönnunar að þarna sé verið að búa til hálf brjálað ofbeldisfólk. Þetta er svona auðvelt stef fyrir fréttamenn sjónvarpsins sem vekja þar með upp ótta meðal foreldra yfir því hvaða áhrifum börnin þeirra séu að verða fyrir.
En er það virkilega svo að draga megi þá ályktun að ofbeldi í tölvuleikjum, auki ofbeldi með barna og unglinga? Vissulega eru til kannanir sem benda til þess að tölvuleikir og þá sérstaklega ofbeldisfullir tölvuleikir leiði til ofbeldishegðunar. En raunar má leiða að því nokkuð gild rök að þeir sem séu ofbeldisfullir hafi frekar áhuga á ofbeldisleikjum. Því tölfræðileg tenging er ekki endilega sama og orsaka samhengi. Þannig er t.d. frægt dæmið um ísneyslu og nauðganir í Bandaríkjunum. En ekki síður áhugavert að skoða sjónvarpseign og tíðni krabbameins í Bandaríkjunum. Svo skýr virtust tengslin vera milli þessara tveggja þátta að það leið heil áratugur
áður en athyglin beindist að öðrum skaðvaldi, tóbaki.
Líkt og með margt annað sem við “vitum” þá virðist það ætla að verða að viðteknum sannleik að tölvuleikir hafi leitt til aukin ofbeldis meðal unglinga. Er þar einkum horft til gagna og rannsókna í Bandaríkjunum. Séu þessi gögn hins vegar skoðuð, eins og greinarhöfundur, The Truth About Violent Youth And Video Games, hefur gert, þá kemur hið gagnstæða í ljós. Réttara sé að draga þá ályktun að tilkoma tölvuleikja hafa dregið úr ofbeldi. En hvers vegna eru fjölmiðlar þá svona duglegir við að beina kastljósinu að tölvuleikjum og ætluðum vondum áhrifum þeirra?
Ástæðan er sára einföld. Tölvuleikir eru nefnilega helsta samkeppni fjölmiðla. Þegar við erum farin að eyða mun meiri tíma í tölvuleiki en það að sitja fyrir framan sjónvarpið, hlusta á útvarp eða lesa dagblöð, er þá nema furða að þessir miðlar bregðist við. Það hjálpar síðan ekki til að fjölmiðlafólk er oftar en ekki ákaflega illa að sér í nýrri tækni. Umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Netið hefur t.d. borið þess skýrt vitni að fjölmiðlafólk í sjónvarpi er miklu frekar ráðið út á útlit en skilning á tækni. Sem er kannski ekkert skrítið.
Ekki svo að skilja að ég telji að tölvuleikir á borð við Grand Theft Auto séu mögnuð meistaraverk. Langt í frá. Finnst alveg rétt að þessum leikjum sé haldið frá börnum, enda eru þeir framleiddir fyrir fullorðið fólk. Það eru reyndar ekki nema 12% af leikjum sem fá merkinguna M í Bandaríkjunum, en til samanburðar þá fá 55% af kvikmyndum merkinguna R sem táknar líkt og M í tölvuleikjum að kvikmyndin sé ætluð fullorðnum. En það er ofbeldi út um allt. Hefur verið það í gegnum aldir. Þjóðsögur og ævintýri eru full af ofbeldi.
Tölvuleikur byggður á Hans og Grétu þar sem þau ráðast gegn aldraðri konu og grilla hana í ofni, eða Rauðhettu þar sem við sjáum villidýr gleypa ömmu gömlu eru ekki beint án ofbeldis. Þess þá síður allar Íslendingasögurnar eða Eddukvæðin. Nú ef menn vilja endilega halda sig við bækur sem boða yfirleit bót og betrun þá er gamla testamenntið fullt af ótrúlegasta ofbeldi.
Svo kannski hefur þessi aukning í spilun á tölvuleikjum haft þau áhrif að árásargirni okkar er nú fullnægt í gegnum leikina. Morð á Nazistum í Call of Duty kemur þannig í staðinn fyrir að lemja félagann á Laugaveginum. Þannig mætti ætla að þeir sem slíkt gera séu að líða fyrir skort á ofbeldisleikjum. En auðvitað er heimurinn ekki svona einfaldur. Ástæður þessa ofbeldis sem við upplifum í kringum okkur eru flóknar. Flóknari en svo að einhverju einu verði kennt um, en þegar í ljós kemur að ein helsta ástæðan sem bent hefur verið á, já hún virðist kannski hafa önnur áhrif. Því er þá engin að velta því fyrir sér?
En af því að í dag er föstudagur þá er nú rétt að benda á að tölvuheimurinn er ekki bara fullur af ofbeldi. Þaðan hafa komið nokkrar góðar hugmyndir, sem nú hafa fætt af sér fyrsta open source bjórinn í heiminum. Hópur danskra (hvað annað) tækniskólanema ákvað nefnilega að beita lögmálum tölvuheimsins á eitthvað annað en hugbúnað og bjó þar með til fyrstu opnu uppskriftina að bjór framleiðslu – Okkar Öl. Skál!
Ummæli
Fríi bjórinn er snilldarfín hugmynd... og ekki skal það klikka að þú finnur skondin rök fyrir þínu máli.
http://toti.hexia.net/roller/page/toti/20050728#bbc_news_technology_free_danish