Laugavegurinn 2005
Undanfarna daga hef ég verið á göngu fjarri tölvum, farsímum, fréttum og auðvitað hryðjuverkum. Fékk óvæntar fréttir af sprengjuárásum í London. Komst að því að mínir kæru vinir í London lentu ekki í neinum skakkaföllum. En ég ætla að bíða með það að tjá mig nokkuð um þessi hryðjuverk. Þess í stað ætla ég að koma frá mér hugleiðingum um ferðalagið um Laugaveginn.
Á tímabili leit nú helst út fyrir að ég kæmist ekki með. Eins og í fyrra þá var heilsan eitthvað að stríða mér en úr því rættist. Hefði kosið að vera í betra formi við undirbúninginn en svona er þetta bara stundum. Þetta var blandaður 18 manna hópur sem lagði af stað frá Reykjavík rétt upp úr 8:30 á miðvikudaginn og stefndi í Landmannalaugar. Hópurinn var skemmtilega saman settur því þarna var fólk á öllum aldri. Sumir vanir göngu og aðrir minna vanir. Það setti sérlega skemmtilegan svip á þennan hóp að þarna var ég á göngu með sumum af mínum elstu og bestu vinum. Fólki sem ég hef þekkt í gegnum þykkt og þunnt. Þarna kynntumst við líka 2 útlendingum, því með okkur gengu 2 au pair stelpur, önnur frá Austurríki og hin frá Póllandi. Sú Pólska átti meira að segja afmæli á meðan á göngunni stóð. En kannski meira um það seinna.
Við fengum þennan fyrsta göngu dag alveg hreint drauma veður. Sól og smá blástur til þess að halda niðri hitanum. En það var greinilegt að það hafði verið mun kaldara í vor, en í fyrra. Um það báru snjóskaflar strax í byrjun ferðar. Bara hreinlega um leið og við fórum frá Landmannalaugum voru komnir snjóskaflar og þó leiðin væri greiðfær, þá var greinilegt að vorið hafði verið kalt. Eins og í síðustu ferð var stefnan tekin á Hrafntinnusker og gekk sú ganga eins og í sögu. Sumum þótti sá kafli æði fljótfarinn og ég hefði svo sem alveg viljað taka snúning á Brennisteinsöldunni og jafnvel stoppa aðeins meira. En í staðin fékk ég göngu í íshellana við Hrafntinnusker. Eitthvað sem ég hafði ekki heilsu til í fyrra. Heilsan var líka bara yfirhöfuð betri í þessari ferð en í fyrra. Allar æfingarnar undanfarið ár hafa greinilega skilað sér og mér er til efs að ég hafi nokkurn tíma verið í jafngóðu formi. Í það minnsta ekki líkamlega. Þarna um kvöldið komust við að því að einn göngufélagi okkar, hún Aníta frá Póllandi var að halda upp á 22 ára afmælið sitt og fékk hún hamingjuóskir og afmælissöng. Aníta kom hingað í mars á þessu ári og verður hér fram á haust. Vinkona hennar sem er frá Austurríki, Cristine, fékk hana með sér í gönguna og þær 2 voru kannski mestu hetjurnar í þessari göngu. Aníta annars að lesa sögu í Póllandi og vinnur hér myrkrana á milli. En við náum nú kannski að sýna henni hversu gott er að þekkja gott fólk á Íslandi.
En takturinn í þessari göngu var annars nokkuð annar en í fyrra. Í fyrra má segja að þetta hafi verið 2 hópar að ganga saman. Sem náðu reyndar bara ágætlega saman og skemmtu sér vel. Í þetta skipti voru þarna í rauninni 5 hópar. Við félagarnir sem vorum sjö saman, tvenn hjón sem höfðu væntanlega ákveðið að skella sér saman, par þar sem annað þeirra var Íslendingur og hitt Þjóðverji sem voru í “túristaleik” á Íslandi, hjón sem voru að ganga þetta saman og svo au pair stelpurnar. Við notuðum hugmyndina frá því í fyrra og vorum með sameiginlegan kvöldverð, sem verður að teljast mjög góð hugmynd. Það hristi fólkið vel saman og allir tóku þátt í matargerðinni og svo borðuðu allir á sama tíma. Sem gaf okkur tækifæri til þess að kynnast betur. Það var líka mikil húmor í gangi í hópnum. Vínandi kom líka við sögu og reyndar kláraðist koníakið sem tekið var með allt of snemma. Minnispunktur fyrir næstu langferð verður að sjá til þess að það gerist ekki. Allt þetta gerði það að verkum að þetta var allt öðru vísi hópur á ferðinni en sá sem við gengum með síðast.
Dagur 2 var drungalegur í byrjun. Full gallaður fór maður frá Hrafntinnuskeri, en ekki leið á löngu fyrr en farið var að tína af sér jakka og vatnsheldar buxur. Á þessari leið er farið hæst í ferðinni og líkt og í fyrra þá blésu hlýindin á móti manni þegar Álftavatn kom í sjónmál. Eftir því sem neðar dróg, þá fækkaði fötunum og um tíma þá var maður kominn með sólgleraugu á andlitið, stuttbuxur og stuttermabol. Það má samt ekki treysta mikið á veðrið á Íslandi, því eftir stutt stop við Álftavatn var fljótlega farið að fjölda fötunum. Þarna var í fyrsta skipti farið í það að vaða og hafandi prófað það árið áður, þá tók maður því með jafnaðargeði. Þetta var kalt og vont, en maður lét sig hafa það. Sumir í hópnum gerðu samt tilraunir með að stikla yfir og þær tókst bara nokkuð vel. Kuldinn hafði þau áhrif að það var lítið í ánum og hægt að komast yfir þær flestar án þess að þurfa að vaða. Eiginlega bara 2 sem ekki var nokkur möguleiki að komast yfir án þess að vaða. En þegar við náðum sem sagt inn í Hvanngil, þá var farið að blása og við vorum svona rétt kominn í skála þegar byrjaði að rigna. Þá um nóttina gekk yfir skemmtilega vont veður og þegar við löguðum af stað í dag 3 þá var logn.
Logn sem kannski átti eftir að vera svona á undan storminum. Því þegar við höfðum náð yfir köldustu, já ísköldustu ána sem við þurftum að vaða á leiðinni, þá tók við ganga yfir sandana. Sem voru í stuði með veðurguðunum. Því þegar við náðum í matarstop þá gekk á með sandbyljum. Það var sandur út um allt. Í kakóinu, á samlokunum og bókstaflega alls staðar sem hann gat smeygt sér. Ég fékk því heldur fálegar viðtökur við uppástungu minni um að ganga á hattfell. En sandblásinn komust við inn í Botna. Þar sem var grenjandi rigning og rok um kvöldið. Ég var eiginlega hálffeginn að hafa fengið svo góða yfirsýn yfir Markarfljótsgljúfur í fyrra að mér leið ekkert illa með það að sitja bara heima í skálanum og spila á meðan flestir í hópnum gerðu sér ferð til að skoða gljúfrið. Sem svo sannarlega er þess virði. En það var rakur hópur sem skilað sér til baka úr þeirri skoðunarferð. Þarna um kvöldið má eiginlega segja að hópurinn hafi endanlega kynnst. Því yfir eðal kvöldverði þá var farið hringinn og allir kynntu sig og fengu jafnvel spurningar frá ferðafélögum. Sú hugmynd fær stóran plús og er hér með kominn í sama minnislista og sameiginlegur kvöldverður. Frábær hugmynd og kemur fólki vel saman. Það er nefnilega svo miklu auðveldara að kynnast fólki þegar maður veit svona smá deili á þeim.
Það ríkti engin óskapleg bjartsýni með veður þegar við tókum okkur til þennan síðasta dag göngunar. Eiginlega frekar nokkuð ákveðin vissa um að sá dagur myndi líklega reyna mest á búnaðinn og þolið. En íslenska náttúran kann svo sannarlega að koma manni á óvart. Eiginlega var maður allan daginn að reyna átta sig á því hvort maður þyrfti að koma sér í eða úr því sem verndaði manni fyrir regni og vindum. Þetta er samt sá hluti göngunar þar sem veður skiptir kannski hvað minnstu máli. Bæði er landslagið svo ægifagurt og eins er vissan um að nú sé maður að nálgast endalok göngunar sem hjálpast að við að láta mann gleyma því hvernig veður er. Hins vegar endaði gangan eins og hún endaði. Með því að sólin skein á hópinn. Því eftir að við áttum síðasta vaðið. Eða eftir að við áttum flest síðasta vaðið, því það var svo lítið í Þröngá að sumum í hópnum tókst að hoppa og stika sér leið yfir og þurftu ekkert að vaða. Já, þá byrjaði veðrið nefnilega að batna. Regnföt fengu að fara aftur í pokann og þegar við gengum inn í Mörkina þá braust sólin úr skýjunum. Við vorum svo mátulega kominn í Langadal þegar blíðviðri skal á. Við tókum síðasta stop þennan dag við skála Ferðafélags Íslands. Þar náði ég myndum af öllum hópnum. Síðasti spölurinn var svo sumum erfiðari en öðrum. Þannig fór Benni þetta bókstaflega á viljastyrknum einum saman, því hnéð hafði verið að drepa hann allan daginn og þarna var farið áfram á blóði, svita og tárum í hans tilfelli. En hann stóð sig eins og hetja drengurinn.
Í lok dagsins var haldið upp á þessa göngu með steik og rauðvíni. Við sem höfðum gengið þessa leið saman héldum ærlega upp á það. Reyndar gerðum við ákveðin mistök í skipulagningu, því það gerði fljótlega vart við sig skortur á áfengi. Sem þrátt fyrir ákafar betliferðir í nágrenninu og loforðum um dans og söng skilaði ekki nægilega góðum árangri til þess að úr þessu yrði næturlöng veisla. Sem var kannski bara ágætt daginn eftir. Þann dag tókum við stutt rölt í kringum Bása og á leiðinni frá Þórsmörk var stoppað til að hópurinn af Fimmvörðuhálsi gæti prófað að vaða. Það þarf vart að taka það fram að það var bongóblíða í Þórsmörk og eiginlega kom manni það á óvart hversu fátt var í Mörkinni þessa helgi. Væntanlega vegna slæmrar spár fyrr um helgina. Það að ganga þessa leið er án efa einhver mesta upplifun á íslenskri náttúru sem hægt er að hugsa sér. Þetta er líka greinilega aldrei eins ganga. Því jafnvel þó ég væri að ganga sömu leið og í fyrra og í rauninni á alveg sama tíma, þá upplifði ég þetta á allt annan hátt í þetta skipti. Nú langar mann bara að endurtaka leikinn.
Myndir úr ferðinni eru komnar inn í myndasafnið
Á tímabili leit nú helst út fyrir að ég kæmist ekki með. Eins og í fyrra þá var heilsan eitthvað að stríða mér en úr því rættist. Hefði kosið að vera í betra formi við undirbúninginn en svona er þetta bara stundum. Þetta var blandaður 18 manna hópur sem lagði af stað frá Reykjavík rétt upp úr 8:30 á miðvikudaginn og stefndi í Landmannalaugar. Hópurinn var skemmtilega saman settur því þarna var fólk á öllum aldri. Sumir vanir göngu og aðrir minna vanir. Það setti sérlega skemmtilegan svip á þennan hóp að þarna var ég á göngu með sumum af mínum elstu og bestu vinum. Fólki sem ég hef þekkt í gegnum þykkt og þunnt. Þarna kynntumst við líka 2 útlendingum, því með okkur gengu 2 au pair stelpur, önnur frá Austurríki og hin frá Póllandi. Sú Pólska átti meira að segja afmæli á meðan á göngunni stóð. En kannski meira um það seinna.
Við fengum þennan fyrsta göngu dag alveg hreint drauma veður. Sól og smá blástur til þess að halda niðri hitanum. En það var greinilegt að það hafði verið mun kaldara í vor, en í fyrra. Um það báru snjóskaflar strax í byrjun ferðar. Bara hreinlega um leið og við fórum frá Landmannalaugum voru komnir snjóskaflar og þó leiðin væri greiðfær, þá var greinilegt að vorið hafði verið kalt. Eins og í síðustu ferð var stefnan tekin á Hrafntinnusker og gekk sú ganga eins og í sögu. Sumum þótti sá kafli æði fljótfarinn og ég hefði svo sem alveg viljað taka snúning á Brennisteinsöldunni og jafnvel stoppa aðeins meira. En í staðin fékk ég göngu í íshellana við Hrafntinnusker. Eitthvað sem ég hafði ekki heilsu til í fyrra. Heilsan var líka bara yfirhöfuð betri í þessari ferð en í fyrra. Allar æfingarnar undanfarið ár hafa greinilega skilað sér og mér er til efs að ég hafi nokkurn tíma verið í jafngóðu formi. Í það minnsta ekki líkamlega. Þarna um kvöldið komust við að því að einn göngufélagi okkar, hún Aníta frá Póllandi var að halda upp á 22 ára afmælið sitt og fékk hún hamingjuóskir og afmælissöng. Aníta kom hingað í mars á þessu ári og verður hér fram á haust. Vinkona hennar sem er frá Austurríki, Cristine, fékk hana með sér í gönguna og þær 2 voru kannski mestu hetjurnar í þessari göngu. Aníta annars að lesa sögu í Póllandi og vinnur hér myrkrana á milli. En við náum nú kannski að sýna henni hversu gott er að þekkja gott fólk á Íslandi.
En takturinn í þessari göngu var annars nokkuð annar en í fyrra. Í fyrra má segja að þetta hafi verið 2 hópar að ganga saman. Sem náðu reyndar bara ágætlega saman og skemmtu sér vel. Í þetta skipti voru þarna í rauninni 5 hópar. Við félagarnir sem vorum sjö saman, tvenn hjón sem höfðu væntanlega ákveðið að skella sér saman, par þar sem annað þeirra var Íslendingur og hitt Þjóðverji sem voru í “túristaleik” á Íslandi, hjón sem voru að ganga þetta saman og svo au pair stelpurnar. Við notuðum hugmyndina frá því í fyrra og vorum með sameiginlegan kvöldverð, sem verður að teljast mjög góð hugmynd. Það hristi fólkið vel saman og allir tóku þátt í matargerðinni og svo borðuðu allir á sama tíma. Sem gaf okkur tækifæri til þess að kynnast betur. Það var líka mikil húmor í gangi í hópnum. Vínandi kom líka við sögu og reyndar kláraðist koníakið sem tekið var með allt of snemma. Minnispunktur fyrir næstu langferð verður að sjá til þess að það gerist ekki. Allt þetta gerði það að verkum að þetta var allt öðru vísi hópur á ferðinni en sá sem við gengum með síðast.
Dagur 2 var drungalegur í byrjun. Full gallaður fór maður frá Hrafntinnuskeri, en ekki leið á löngu fyrr en farið var að tína af sér jakka og vatnsheldar buxur. Á þessari leið er farið hæst í ferðinni og líkt og í fyrra þá blésu hlýindin á móti manni þegar Álftavatn kom í sjónmál. Eftir því sem neðar dróg, þá fækkaði fötunum og um tíma þá var maður kominn með sólgleraugu á andlitið, stuttbuxur og stuttermabol. Það má samt ekki treysta mikið á veðrið á Íslandi, því eftir stutt stop við Álftavatn var fljótlega farið að fjölda fötunum. Þarna var í fyrsta skipti farið í það að vaða og hafandi prófað það árið áður, þá tók maður því með jafnaðargeði. Þetta var kalt og vont, en maður lét sig hafa það. Sumir í hópnum gerðu samt tilraunir með að stikla yfir og þær tókst bara nokkuð vel. Kuldinn hafði þau áhrif að það var lítið í ánum og hægt að komast yfir þær flestar án þess að þurfa að vaða. Eiginlega bara 2 sem ekki var nokkur möguleiki að komast yfir án þess að vaða. En þegar við náðum sem sagt inn í Hvanngil, þá var farið að blása og við vorum svona rétt kominn í skála þegar byrjaði að rigna. Þá um nóttina gekk yfir skemmtilega vont veður og þegar við löguðum af stað í dag 3 þá var logn.
Logn sem kannski átti eftir að vera svona á undan storminum. Því þegar við höfðum náð yfir köldustu, já ísköldustu ána sem við þurftum að vaða á leiðinni, þá tók við ganga yfir sandana. Sem voru í stuði með veðurguðunum. Því þegar við náðum í matarstop þá gekk á með sandbyljum. Það var sandur út um allt. Í kakóinu, á samlokunum og bókstaflega alls staðar sem hann gat smeygt sér. Ég fékk því heldur fálegar viðtökur við uppástungu minni um að ganga á hattfell. En sandblásinn komust við inn í Botna. Þar sem var grenjandi rigning og rok um kvöldið. Ég var eiginlega hálffeginn að hafa fengið svo góða yfirsýn yfir Markarfljótsgljúfur í fyrra að mér leið ekkert illa með það að sitja bara heima í skálanum og spila á meðan flestir í hópnum gerðu sér ferð til að skoða gljúfrið. Sem svo sannarlega er þess virði. En það var rakur hópur sem skilað sér til baka úr þeirri skoðunarferð. Þarna um kvöldið má eiginlega segja að hópurinn hafi endanlega kynnst. Því yfir eðal kvöldverði þá var farið hringinn og allir kynntu sig og fengu jafnvel spurningar frá ferðafélögum. Sú hugmynd fær stóran plús og er hér með kominn í sama minnislista og sameiginlegur kvöldverður. Frábær hugmynd og kemur fólki vel saman. Það er nefnilega svo miklu auðveldara að kynnast fólki þegar maður veit svona smá deili á þeim.
Það ríkti engin óskapleg bjartsýni með veður þegar við tókum okkur til þennan síðasta dag göngunar. Eiginlega frekar nokkuð ákveðin vissa um að sá dagur myndi líklega reyna mest á búnaðinn og þolið. En íslenska náttúran kann svo sannarlega að koma manni á óvart. Eiginlega var maður allan daginn að reyna átta sig á því hvort maður þyrfti að koma sér í eða úr því sem verndaði manni fyrir regni og vindum. Þetta er samt sá hluti göngunar þar sem veður skiptir kannski hvað minnstu máli. Bæði er landslagið svo ægifagurt og eins er vissan um að nú sé maður að nálgast endalok göngunar sem hjálpast að við að láta mann gleyma því hvernig veður er. Hins vegar endaði gangan eins og hún endaði. Með því að sólin skein á hópinn. Því eftir að við áttum síðasta vaðið. Eða eftir að við áttum flest síðasta vaðið, því það var svo lítið í Þröngá að sumum í hópnum tókst að hoppa og stika sér leið yfir og þurftu ekkert að vaða. Já, þá byrjaði veðrið nefnilega að batna. Regnföt fengu að fara aftur í pokann og þegar við gengum inn í Mörkina þá braust sólin úr skýjunum. Við vorum svo mátulega kominn í Langadal þegar blíðviðri skal á. Við tókum síðasta stop þennan dag við skála Ferðafélags Íslands. Þar náði ég myndum af öllum hópnum. Síðasti spölurinn var svo sumum erfiðari en öðrum. Þannig fór Benni þetta bókstaflega á viljastyrknum einum saman, því hnéð hafði verið að drepa hann allan daginn og þarna var farið áfram á blóði, svita og tárum í hans tilfelli. En hann stóð sig eins og hetja drengurinn.
Í lok dagsins var haldið upp á þessa göngu með steik og rauðvíni. Við sem höfðum gengið þessa leið saman héldum ærlega upp á það. Reyndar gerðum við ákveðin mistök í skipulagningu, því það gerði fljótlega vart við sig skortur á áfengi. Sem þrátt fyrir ákafar betliferðir í nágrenninu og loforðum um dans og söng skilaði ekki nægilega góðum árangri til þess að úr þessu yrði næturlöng veisla. Sem var kannski bara ágætt daginn eftir. Þann dag tókum við stutt rölt í kringum Bása og á leiðinni frá Þórsmörk var stoppað til að hópurinn af Fimmvörðuhálsi gæti prófað að vaða. Það þarf vart að taka það fram að það var bongóblíða í Þórsmörk og eiginlega kom manni það á óvart hversu fátt var í Mörkinni þessa helgi. Væntanlega vegna slæmrar spár fyrr um helgina. Það að ganga þessa leið er án efa einhver mesta upplifun á íslenskri náttúru sem hægt er að hugsa sér. Þetta er líka greinilega aldrei eins ganga. Því jafnvel þó ég væri að ganga sömu leið og í fyrra og í rauninni á alveg sama tíma, þá upplifði ég þetta á allt annan hátt í þetta skipti. Nú langar mann bara að endurtaka leikinn.
Myndir úr ferðinni eru komnar inn í myndasafnið
Ummæli