Sumarfríi lokið
Dagana 15. júní til 31. júlí þá tók ég mér langþráð sumarfrí og hef varla litið á tölvuskjá á meðan á fríinu stóð. Sótti heim Algarve í Portúgal sem ég get alveg mælt með. Fór með Úrval Útsýn út og eins og alltaf þá stendur allt eins og stafur á bók hjá Úraval Útsýn. Portúgal kom á óvart fyrir ýmisa hluta sakir. Það er t.d. alveg ótrúlegt hvað portúgalska talmálið er allt öðruvísi en spænska, þó þjóðirnar séu nágrannar. Allur túrismi á Algarvesvæðinu er líka smærri í sniðum en hjá Spánverjum, sem þeim sem þetta ritar líkaði ákaflega vel. Meira um fríið í Portúgal fljótlega.
Eftir að komið var heim frá Portúgal þá var slakað á í nokkra daga áður en haldið var til fjalla og genginn Laugavegurinn. Við fórum með Útivist í þessa göngu, en ég ætla mér ekkert að segja neitt meira frá þeirri göngu í bili, nema rétt undirstrika frá því að þetta var ótrúlega skemmtileg ganga. Bæði var hópurinn góður og svo fengum við drauma gönguveður, en meira um það á næstu dögum.
En ferðum mínum um landið var ekki lokið, því í kjölfarið á Laugaveginum þá var haldið á Vestfirðina. Fyrst ekið til Patreksfjarðar og þaðan til Ísafjarðar, en þessa leið hafði ég aldrei ekið áður og þetta var t.d. í fyrsta skipti sem ég heimsótti þennan hluta Vestfjarða. Íslenska sumarið klikkaði ekki og eftir að hafa stoppað í góðu yfirlæti hjá ættingjum hennar Írisar á Ísafirði, var haldið yfir á Hesteyri og gengið yfir í Aðalvík þar sem við áttum eftir að halda okkur í tæpa viku. Við vorum síðan ekkert allt of mikið að flýta okkur heim, en vorum kominn aftur í Fjörðinn á fimmtudegi fyrir Verslunarmannahelgi. Á öllu þessu ætla ég mér að gera betri skil á næstu dögum.
Ég reyndi líka að forðast það að fylgjast of vel með leiðindum sumarsins eins og fjölmiðlafrumvarpi, umræðum um þjóðaratkvæði, forseta kosningum (sleppti því að kjósa enda ekkert í boði fyrir mig) og hef varla haft nennu til þess að fletta blöðunum. Tók þó eftir einu máli sem ég skil aldrei afhverju er svona mikið stórmál, en það eru áfengisauglýsingar. Ég er fylgjandi áfengisauglýsingum af sömu ástæðu og ég er yfirleit fylgjandi auglýsingum. Auglýsingar eru nefnilega mikilvægt tæki fyrir neytendur til þess að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu. Með banni á auglýsingum á vörum sem eru löglega til sölu á Íslandi (eins og t.d. áfengi) þá er mér gert erfitt um vik að afla mér upplýsinga um vörur sem ég hef áhuga á. Það er með ólíkindum að bann skuli hvíla á eðlilegri upplýsingagjöf til neytenda um vöru eða þjónustu sem þeim stendur til boða og raunar stór furðulegt að heyra menn í alvöru ræða slíkt. En þetta svo sem bara jafn vitlaust og bjór bannið var og það hlýtur að koma að því að við áttum okkur á því að þarna á ekki að banna, heldur setja reglur um eðlilega upplýsingagjöf og alvöru varnir fyrir börnin. Það er t.d. þekkt að erlendis eru áfengisframleiðendur látnir standa straum af kostnaði við fræðslu um skaðsemi drykkju, því ekki nota sömu aðferð hér?
Eftir að komið var heim frá Portúgal þá var slakað á í nokkra daga áður en haldið var til fjalla og genginn Laugavegurinn. Við fórum með Útivist í þessa göngu, en ég ætla mér ekkert að segja neitt meira frá þeirri göngu í bili, nema rétt undirstrika frá því að þetta var ótrúlega skemmtileg ganga. Bæði var hópurinn góður og svo fengum við drauma gönguveður, en meira um það á næstu dögum.
En ferðum mínum um landið var ekki lokið, því í kjölfarið á Laugaveginum þá var haldið á Vestfirðina. Fyrst ekið til Patreksfjarðar og þaðan til Ísafjarðar, en þessa leið hafði ég aldrei ekið áður og þetta var t.d. í fyrsta skipti sem ég heimsótti þennan hluta Vestfjarða. Íslenska sumarið klikkaði ekki og eftir að hafa stoppað í góðu yfirlæti hjá ættingjum hennar Írisar á Ísafirði, var haldið yfir á Hesteyri og gengið yfir í Aðalvík þar sem við áttum eftir að halda okkur í tæpa viku. Við vorum síðan ekkert allt of mikið að flýta okkur heim, en vorum kominn aftur í Fjörðinn á fimmtudegi fyrir Verslunarmannahelgi. Á öllu þessu ætla ég mér að gera betri skil á næstu dögum.
Ég reyndi líka að forðast það að fylgjast of vel með leiðindum sumarsins eins og fjölmiðlafrumvarpi, umræðum um þjóðaratkvæði, forseta kosningum (sleppti því að kjósa enda ekkert í boði fyrir mig) og hef varla haft nennu til þess að fletta blöðunum. Tók þó eftir einu máli sem ég skil aldrei afhverju er svona mikið stórmál, en það eru áfengisauglýsingar. Ég er fylgjandi áfengisauglýsingum af sömu ástæðu og ég er yfirleit fylgjandi auglýsingum. Auglýsingar eru nefnilega mikilvægt tæki fyrir neytendur til þess að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu. Með banni á auglýsingum á vörum sem eru löglega til sölu á Íslandi (eins og t.d. áfengi) þá er mér gert erfitt um vik að afla mér upplýsinga um vörur sem ég hef áhuga á. Það er með ólíkindum að bann skuli hvíla á eðlilegri upplýsingagjöf til neytenda um vöru eða þjónustu sem þeim stendur til boða og raunar stór furðulegt að heyra menn í alvöru ræða slíkt. En þetta svo sem bara jafn vitlaust og bjór bannið var og það hlýtur að koma að því að við áttum okkur á því að þarna á ekki að banna, heldur setja reglur um eðlilega upplýsingagjöf og alvöru varnir fyrir börnin. Það er t.d. þekkt að erlendis eru áfengisframleiðendur látnir standa straum af kostnaði við fræðslu um skaðsemi drykkju, því ekki nota sömu aðferð hér?
Ummæli