Landmannalaugar – Þórsmörk AKA Laugavegurinn
Þessi gönguleið stóð algjörlega undir öllu því hrósi sem ég hef heyrt um hana. Frábær ferð og ævintýri sem gleymist seint. En það munaði minnstu að ég færi ekki.
Það var sumarið 2003 sem við ákváðum (ég, Íris og Ragga) að við myndum ganga Laugaveginn, í kjölfarið á göngu okkar yfir Fimmvörðuháls. Við komumst fljótlega að því að skipulögðu ferðirnar voru allar uppseldar og ekki tók betra við þegar við reyndum að fá skála, allt uppselt. Svo við ákváðum að slá þessu öllu saman á frest og fara sumarið 2004.
Í febrúar 2003 panta ég ferðina með símtali til Útivistar og hafði síðan ekki meiri áhyggjur af málinu. Hafði heyrt að það væri nóg að greiða ferðina 4 vikum fyrir brottför og þar sem ekki var minnst á staðfestingargjöld þá var ég hin rólegasti yfir þessu. Allt fram í maí, en þá kom óvænt tölvupóstur frá Útivist. Svo virtist sem við hefðum verið skráð í vitlausa ferð og þegar ég hringdi í Útivist þá fékk ég að vita að við hefðum átt að greiða staðfestingargjald 2 vikum eftir pöntun. Ekki tók betra við, því ekki leit út fyrir að við myndum komast með í ferðina sem við héldum að við hefðum pantað. Eðlilega var ég ekkert sérlega hress með þetta, en frábært starfsfólk Útivistar greiddi úr málinu fyrir okkur og á endanum vorum við ekki aðeins komin í ferðina sem vildum, heldur komin með gistingu í skálum alla leiðina. Við vorum sem sagt 4 (ég, Íris, Ragga og Edda) sem vorum á leiðinni með einhverjum 20 manna hóp (plús fararstjóra) sem var víst vanur að ferðast saman.
Ekki var samt enn útséð með að ég kæmist með, því um helgina áður en við förum (úrslita helgina í EURO 2004) er ég kominn með slæmt kvef og leggst í rúmið með hita. Svo slæmur var ég að Íris varð að fara ein á kynningarfundinn fyrir ferðina og hún kom heldur betur með fréttir þegar heim var komið. Við værum sem sagt að fara að ganga þetta með hópi af fólki sem væri vant að ganga saman og væri allt tengt í gegnum Fíladelfíu (eða Hvítasunnusöfnuðinn). Þetta voru nokkuð óvænt tíðindi, en Íris leyst vel á hópin og það hafði verið ákveðið að við myndum eiga sameiginlega matseld. Ég var hitalaus kvöldið fyrir brottför og við ákváðum að ef svo væri enn morguninn eftir myndum við fara þetta. Við þetta má bæta að 2 vikum fyrir áætlaða brottför hafði ungur Ísraeli orðið úti á leiðinni. Var að sögn vanbúinn og lagði af stað þrátt fyrir viðvaranir skálavarða á Landmannalaugum. Svo maður var hálf kvíðinn, bæði fyrir erfiðleikunum og ekki síður hvort veðrið yrði skaplegt.
Við mættum eldsnemma dags niður á BSÍ og fundum rútuna. Greinilegt að aðrir í hópnum þekktust vel og við áttum eftir að komast að því að þetta fólk hafði gengið vítt og breytt um landið. Strax þegar við lögðum af stað frá BSÍ kom í ljós að þetta fólk ferðaðist á guðs vegum, því þá strax var sögð bæn fyrir ferðinni og það voru fastir liðir kvölds og morgna. Þó ég teljist nú tæplega til mikils trúmanns, þá var þetta ósköp notalegt og við hefðum ekki getað óskað okkur betra samferðafólks.
Það verður líka að segjast alveg eins og er að þetta var frábær ferð. Veðrið var yndislegt allan tímann og kom t.d. ekki dropi úr lofti. Ég var reyndar svo slappur fyrstu 2 dagana að ég var lítið að leggja í auka ferðirnar og missti þannig af íshellum og flottu útsýni á degi 2, en á móti kom að ég skánaði af kvefi eftir því sem á gönguna leið. Það hafa aðrir orðið til þess að segja frá gönguleiðinni og gert það miklu betur en ég gæti gert. En það eru nokkur atriði sem vöktu athygli mína. Í fyrsta lagi hversu auðveld þessi ganga var. Þarna er mér sagt að veður skipti öllu og það skemmdi heldur ekki fyrir að maður var búinn að vera við æfingar í einhverja mánuði þarna á undan (í Hress í Hafnarfirði). Í öðru lagi hversu miklu auðveldara það var að vaða árnar, en maður hafði búist við. Í þriðja lagi hversu ofboðslega mikið af fólki er á þessari leið (amk. svona yfir hásumarið) og að lokum hversu lítið af fólki var í Þórsmörk á virkum degi. En það er óhætt að mæla með því að allt sæmilega hraust fólk gangi þessa leið. Sérstaklega ef veður er gott og alveg dagsljóst að ég á eftir að ganga þessa leið oftar.
Það var sumarið 2003 sem við ákváðum (ég, Íris og Ragga) að við myndum ganga Laugaveginn, í kjölfarið á göngu okkar yfir Fimmvörðuháls. Við komumst fljótlega að því að skipulögðu ferðirnar voru allar uppseldar og ekki tók betra við þegar við reyndum að fá skála, allt uppselt. Svo við ákváðum að slá þessu öllu saman á frest og fara sumarið 2004.
Í febrúar 2003 panta ég ferðina með símtali til Útivistar og hafði síðan ekki meiri áhyggjur af málinu. Hafði heyrt að það væri nóg að greiða ferðina 4 vikum fyrir brottför og þar sem ekki var minnst á staðfestingargjöld þá var ég hin rólegasti yfir þessu. Allt fram í maí, en þá kom óvænt tölvupóstur frá Útivist. Svo virtist sem við hefðum verið skráð í vitlausa ferð og þegar ég hringdi í Útivist þá fékk ég að vita að við hefðum átt að greiða staðfestingargjald 2 vikum eftir pöntun. Ekki tók betra við, því ekki leit út fyrir að við myndum komast með í ferðina sem við héldum að við hefðum pantað. Eðlilega var ég ekkert sérlega hress með þetta, en frábært starfsfólk Útivistar greiddi úr málinu fyrir okkur og á endanum vorum við ekki aðeins komin í ferðina sem vildum, heldur komin með gistingu í skálum alla leiðina. Við vorum sem sagt 4 (ég, Íris, Ragga og Edda) sem vorum á leiðinni með einhverjum 20 manna hóp (plús fararstjóra) sem var víst vanur að ferðast saman.
Ekki var samt enn útséð með að ég kæmist með, því um helgina áður en við förum (úrslita helgina í EURO 2004) er ég kominn með slæmt kvef og leggst í rúmið með hita. Svo slæmur var ég að Íris varð að fara ein á kynningarfundinn fyrir ferðina og hún kom heldur betur með fréttir þegar heim var komið. Við værum sem sagt að fara að ganga þetta með hópi af fólki sem væri vant að ganga saman og væri allt tengt í gegnum Fíladelfíu (eða Hvítasunnusöfnuðinn). Þetta voru nokkuð óvænt tíðindi, en Íris leyst vel á hópin og það hafði verið ákveðið að við myndum eiga sameiginlega matseld. Ég var hitalaus kvöldið fyrir brottför og við ákváðum að ef svo væri enn morguninn eftir myndum við fara þetta. Við þetta má bæta að 2 vikum fyrir áætlaða brottför hafði ungur Ísraeli orðið úti á leiðinni. Var að sögn vanbúinn og lagði af stað þrátt fyrir viðvaranir skálavarða á Landmannalaugum. Svo maður var hálf kvíðinn, bæði fyrir erfiðleikunum og ekki síður hvort veðrið yrði skaplegt.
Við mættum eldsnemma dags niður á BSÍ og fundum rútuna. Greinilegt að aðrir í hópnum þekktust vel og við áttum eftir að komast að því að þetta fólk hafði gengið vítt og breytt um landið. Strax þegar við lögðum af stað frá BSÍ kom í ljós að þetta fólk ferðaðist á guðs vegum, því þá strax var sögð bæn fyrir ferðinni og það voru fastir liðir kvölds og morgna. Þó ég teljist nú tæplega til mikils trúmanns, þá var þetta ósköp notalegt og við hefðum ekki getað óskað okkur betra samferðafólks.
Það verður líka að segjast alveg eins og er að þetta var frábær ferð. Veðrið var yndislegt allan tímann og kom t.d. ekki dropi úr lofti. Ég var reyndar svo slappur fyrstu 2 dagana að ég var lítið að leggja í auka ferðirnar og missti þannig af íshellum og flottu útsýni á degi 2, en á móti kom að ég skánaði af kvefi eftir því sem á gönguna leið. Það hafa aðrir orðið til þess að segja frá gönguleiðinni og gert það miklu betur en ég gæti gert. En það eru nokkur atriði sem vöktu athygli mína. Í fyrsta lagi hversu auðveld þessi ganga var. Þarna er mér sagt að veður skipti öllu og það skemmdi heldur ekki fyrir að maður var búinn að vera við æfingar í einhverja mánuði þarna á undan (í Hress í Hafnarfirði). Í öðru lagi hversu miklu auðveldara það var að vaða árnar, en maður hafði búist við. Í þriðja lagi hversu ofboðslega mikið af fólki er á þessari leið (amk. svona yfir hásumarið) og að lokum hversu lítið af fólki var í Þórsmörk á virkum degi. En það er óhætt að mæla með því að allt sæmilega hraust fólk gangi þessa leið. Sérstaklega ef veður er gott og alveg dagsljóst að ég á eftir að ganga þessa leið oftar.
Ummæli