Portúgal, portúgal, portúgal, portú

Ég verð að viðurkenna að Portúgal kom á óvart og ekki hvað síst vegna þess að tungumálið hljómar eins og rússneska. Þannig héldum við fyrst að við værum umkringd Rússum sem ætluðu að styðja sína menn á Euro 2004, en fljótlega rann upp fyrir okkur ljós og við áttuðum okkur á því að þarna voru heimamenn á ferð.

Portúgalskur túrismi virkar svona meira low key en sá spænski. Í Algarve hafa þeir t.d. bannað byggingar á hótelum við strendurnar og það gefur þessu óneitanlega dálítið vingjarnlegri svip. Þetta er ekki Benidorm, svo mikið er víst og í mínum augum er það kostur. En þetta er samt vel skipulagður túrismi og þetta er þarna svo sem allt.

Eflaust fengum við svolítið skrítna mynd af þessu öllu saman, af því að við vorum þarna meðan á EURO 2004 stóð. Ég er nokkuð viss um að það er ekki svona mikið af breskum fótboltaáhugmönnum yfirleit í Portúgal. Gæti jafnvel hafa haft áhrif á kynjahlutfallið, þó ég viti það svo sem ekki, en það var amk. nóg af fótboltaáhugafólki af öllum kynjum, stærðum og gerðum.

Þarna er líka allt það ferðamenn leita að s.s. frábærir veitingastaðir, verslanir og skemmtigarðar. Portúgal hefur svo sem ekkert voðalega sterka ímynd en þarna er þó ótrúlega góður matur og það verður að segjast eins og er að ég er alveg til í að heimsækja Portúgal aftur.

Albufeira er líka flottur staður. Ekki nema furða að þarna hafi byggst upp túrismi og gamli bærinn er virkilega heillandi. Það er annars nokkuð sérstakt að ekki séu nema 100 leigubílar á öðrum eins túrista stað, en kannski ennþá skemmtilegra að það stendur víst ekkert til að fjölga þeim. En það var svo sem aldrei neitt mál. Við fórum líka um Algarve og þægilegt að ferðast bæði á bíl og svo með lestunum. Helsta vandamálið við lestarferðir í Albufeira er ofangreindur leigubílaskortur, en við lentum þó ekki í teljandi vandræðum.

Ummæli

Vinsælar færslur