Í minningu Ronald Reagan

Í kjölfar frétta af andláti Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkja forseta hefur margt verið ritað og rætt um forsetan fyrrverandi. Hann var á sínum tíma mun vinsælli innanlands heldur en utan Bandaríkjana. Fyrir þá sem ekki muna nákvæmar dagsetningar þá sat hann í forseta embætti frá 1980 til 1986.

Ronald var að mörguleiti athyglisverður forseti og hann var geysilega vinsæl heima fyrir. Fyrir okkur sem bjuggu utan Bandaríkjana var stundum erfitt að skilja þessar vinsældir, en í sögulegu samhengi verða þær mun skiljanlegri. Árin milli 1970 og 1980 voru erfið fyrir Bandarísku þjóðarsálina. Mikil órói innanlands í upphafi áratugsins, stríðsrekstur í suðaustur Asíu (Víetnam, Laos og Kambodíu), Watergate hneykslið, olíukreppan og alvarleg efnahagsvandamál gerðu það að verkum að Bandaríkjamenn töldu landið vera í kreppu.

Reyndar hefur í kjölfarið á þessum tíma verið bent á að ekki hafi verið allt sem sýndist í þessum efnum, en það er efni í annan pistill. En Ronald tók við slæmu búi og það var þörf á aðgerðum, aðgerðum sem kunna að hljóma kunnuglega. Ronald hafði kynnt nýja efnahagsstefnu sem fólgst í lægri skattheimtu en á sama tíma auknum ríkisútgjöldum. Þessa hagfræði kallaði hann “supply side economics” og hugmyndin gekk út á það að lækka skatta en minnka ekki ríkisútgjöld. Þetta myndi hafa þau áhrif að efnahagslífið færi í gang, en ríkið myndi innheimta sama hlutfall og áður, vegna meiri eyðslu og umsvifa í samfélaginu. Í stuttu máli sagt þá mistókst þessi tilraun, því aldrei náðist að minnka ríkisútgjöld og skuldir ríkissjóðs juxust gríðarlega á skömmum tíma. Í raun var þetta bara gamla góða Keynes hagfræðin sem gengur út á að besta leiðin til þess að auka hagvöxt sé að auka ríkisútgjöld eða minnka skattheimtu. Í kjölfarið á þessum aðgerðum urðu Bandaríkin á örskömmum tíma skuldsetnasta þjóð heims (mælt í dollurum). Þessi staði gerði það síðan að verkum að vextir á heimsvísu hækkuðu vegna fjárstreymis til Bandaríkjana. Veik hagkerfi þróunarlanda sem mörg hver bjuggu við slæma stjórn lentu í verulegum vandræðum. Það sama mátti segja um stöðnuð hagkerfi Sovétblokkarinnar. Halli á fjárlögum var orðin svo mikil undir lok stjórnar Ronalds að flestir voru sammála um að það gæti komið niður á hagvexti í framtíðinni. Það er síðan athyglisvert að hagvöxtur varð meiri í tíð Clintons þrátt fyrir mun hærri skatta og að þær skattahækkanir sem Bush eldri og Clinton settu á, strokuðu í raun út skattalækkanir Ronalds (og gott betur).

Það varpar auk þess skugga á forsetatíð Ronalds að hann lagði blessun sína yfir stríðsrekstur í mið-Ameríku sem haldið hefur verið fram að hafi m.a. verið fjármögnuð var að hluta til með sölu á krack kókaíni í Bandaríkjunum. Þetta var hluti af svokölluðu Iran-Contra hneykslið sem varpaði skugga á síðustu ár hans í forseta embætti. Í ljós kom að vopn höfðu verið seld til Íran og ágóðin notaður til þess að fjármagna stríðið. Þessi barátta hans við kommúnista og Sovétríkin varð líka til þess að Bandaríkin skiptu sér af uppreisninni í Afganistan, sem síðan leiddi til þess að Talíbanar komust til valda og við þekkjum öll afleiðingar þess. Á sama tíma varð eindregin stuðningur Bandaríkjana við andstæðinga kommúnista til þess að þeir blönduðu sér í stríðsátök í Afríku með hörmulegum afleiðingum fyrir íbúana þar.

Af ofan sögðu má ráða að þrátt fyrir að Ronald hafi verið nefndur "Teflon forsetinn" þá má ljóst vera að margar af þeim ákvörðunum sem hann tók, höfðu mjög neikvæðar afleiðingar til lengri tíma litið, þótt slíkt hefði ekki endilega mátt sjá fyrir.

Eins og oft áður þá birtir New York Times sérlega skemmtilega umfjöllun í máli og myndum um æfi og starf RR sem m.a. hefur verið stuðst við hér.

Ummæli

Vinsælar færslur