Af fjölmiðlalögum - fyrsti hluti
Það er merkilegt að fylgjast með pólitískri umræðu á Íslandi þessa dagana. Eins og venjulega voru mál keyrð í gegnum þingið af slíku offorsi á síðustu dögum þess, að alveg öruggt má telja að þar hafi ein og önnur vitleysa fengið að fljóta með. Mál sem í rauninni flestir eru sammála um að eigi rétt á sér, hefur síðan valdið því að forseti hefur í fyrsta skipti neitað að skrifa undir lög og skotið þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég ætla ekki að eyða löngum tíma að í að fjalla um aðdraganda, umræðu eða málsmeðferð. Það hafa aðrir gert og það er í rauninni miklu skemmtilegra að fara í málefnalega umfjöllun um þessi sömu lög.
"Congress shall make no law respecting an establishment of religion, or prohibiting the free exercise thereof; or abridging the freedom of speech, or of the press; or the right of the people peaceably to assemble, and to petition the government for a redress of grievances."
Þessi fyrsti viðauki í Bandarísku stjórnarskránni hefur löngum verið túlkaður hér á landi sem málfrelsis ákvæði. Það er rétt að í henni stendur að málfrelsi megi ekki hefta með lögum, en í allri þessari umræðu hér á landi ber mun minna á hinum þættinum í þessu mikilvæga ákvæði. Nefnilega að þeir sem skrifuðu Bandarísku stjórnarskrána og viðauka hennar, ætluðu sér að koma í veg fyrir afskipti stjórnvalda af eignarhaldi fjölmiðla. “or of the press” er nefnilega hrein vísun í eignarhald á fjölmiðlum, sem taliðvar svo mikilvægt að vernda fyrir afskiptum stjórnvalda að sett var um það sérstakt ákvæði í stjórnarskrá.
Í umræðunni hér á landi hefur síðan verið vísað til þess að þetta eigi ekki við um eignarhald á dagblöðum og sjónvarpsstöðvum í sömu borg og látið að því liggja að meira að segja í landi frelsis (USA) gildi reglur um fjölmiðla. Þetta er auðvitað rétt. En þessar takmarkanir í USA snúast um aðgang að takmörkuðum auðlindum, en ekki fjölmiðla. Það er t.d. ekkert sem bannar sama aðila að eiga dagblöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar. Hins vegar eru settar reglur varðandi eignarhald á útvarps og sjónvarpsstöðvum með þeim rökum að um takmarkaða auðlind sé að ræða. Takmörkuð auðlind er sú sem meiri eftirspurn er eftir en framboð og gildir þetta m.a. um sjávarfang í kringum Ísland. Hér á landi hefur verið mjög dregið í efa að um takmarkaða auðlind sé að ræða í ljósi þess að mjög fáir aðilar hafa áhuga á því að reka fjölmiðla á hverjum tíma þar sem markaðurinn er svo smár. Ekki eykur það áhuga á slíkum rekstri að hann er í samkeppni við ríkið. Þetta virtist koma berlega í ljós þegar hugað var að úthlutun 3G símaleyfa hér á landi. Talið var að áhugi væri ekki nægilega mikil til þess að bjóða út slík leyfi, líkt og gert var í ýmsum Evrópulöndum.
Það vekur líka verulega athygli að þegar rætt hefur verið um þorskkvóta (sem vel má líkja við útvarpsleyfi) þá töldu núverandi stjórnarflokkar það kollsteypu og atlögu að sjávarútveginum að ætla sér að afnema eignarréttarákvæði og endurúthluta kvóta með uppboði. Í því tilfelli var þó rætt um 15-20 ára aðlögunartíma, á meðan núgildandi fjölmiðlalög tala um mun skemmri tíma. En þetta mál á eftir að verða uppspretta fleiri greina.
Ég ætla ekki að eyða löngum tíma að í að fjalla um aðdraganda, umræðu eða málsmeðferð. Það hafa aðrir gert og það er í rauninni miklu skemmtilegra að fara í málefnalega umfjöllun um þessi sömu lög.
"Congress shall make no law respecting an establishment of religion, or prohibiting the free exercise thereof; or abridging the freedom of speech, or of the press; or the right of the people peaceably to assemble, and to petition the government for a redress of grievances."
Þessi fyrsti viðauki í Bandarísku stjórnarskránni hefur löngum verið túlkaður hér á landi sem málfrelsis ákvæði. Það er rétt að í henni stendur að málfrelsi megi ekki hefta með lögum, en í allri þessari umræðu hér á landi ber mun minna á hinum þættinum í þessu mikilvæga ákvæði. Nefnilega að þeir sem skrifuðu Bandarísku stjórnarskrána og viðauka hennar, ætluðu sér að koma í veg fyrir afskipti stjórnvalda af eignarhaldi fjölmiðla. “or of the press” er nefnilega hrein vísun í eignarhald á fjölmiðlum, sem taliðvar svo mikilvægt að vernda fyrir afskiptum stjórnvalda að sett var um það sérstakt ákvæði í stjórnarskrá.
Í umræðunni hér á landi hefur síðan verið vísað til þess að þetta eigi ekki við um eignarhald á dagblöðum og sjónvarpsstöðvum í sömu borg og látið að því liggja að meira að segja í landi frelsis (USA) gildi reglur um fjölmiðla. Þetta er auðvitað rétt. En þessar takmarkanir í USA snúast um aðgang að takmörkuðum auðlindum, en ekki fjölmiðla. Það er t.d. ekkert sem bannar sama aðila að eiga dagblöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar. Hins vegar eru settar reglur varðandi eignarhald á útvarps og sjónvarpsstöðvum með þeim rökum að um takmarkaða auðlind sé að ræða. Takmörkuð auðlind er sú sem meiri eftirspurn er eftir en framboð og gildir þetta m.a. um sjávarfang í kringum Ísland. Hér á landi hefur verið mjög dregið í efa að um takmarkaða auðlind sé að ræða í ljósi þess að mjög fáir aðilar hafa áhuga á því að reka fjölmiðla á hverjum tíma þar sem markaðurinn er svo smár. Ekki eykur það áhuga á slíkum rekstri að hann er í samkeppni við ríkið. Þetta virtist koma berlega í ljós þegar hugað var að úthlutun 3G símaleyfa hér á landi. Talið var að áhugi væri ekki nægilega mikil til þess að bjóða út slík leyfi, líkt og gert var í ýmsum Evrópulöndum.
Það vekur líka verulega athygli að þegar rætt hefur verið um þorskkvóta (sem vel má líkja við útvarpsleyfi) þá töldu núverandi stjórnarflokkar það kollsteypu og atlögu að sjávarútveginum að ætla sér að afnema eignarréttarákvæði og endurúthluta kvóta með uppboði. Í því tilfelli var þó rætt um 15-20 ára aðlögunartíma, á meðan núgildandi fjölmiðlalög tala um mun skemmri tíma. En þetta mál á eftir að verða uppspretta fleiri greina.
Ummæli