Góð ráð til frumkvöðla

Ég hef verið að vinna í frumkvöðlahugmyndinni minni undanfarið. Sem varð til vegna þess að ég tók frábært námskeið fyrir frumkvöðla frá RWTH Aachen University. Ég hef meira að segja velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara til útlanda og læra í þessum skóla. Finnst þetta nám alveg svakalega gott og efa ekki að það væri áhugavert að sökkva sér dýpra ofan í það. En eitt af því sem þar var bent á. Var þessi frábæri fyrirlestur Guy Kawasaki. Þetta er svolítið í lengri kantinum - þú þarft að hafa 45 lausar mínútur. En ég mæli með áhorfi. Þetta eru allt frábær ráð.




Ummæli

Vinsælar færslur