Kemur ekki á óvart

Að Íslendingar komi sér í vandræði í útlöndum. Þess vegna hef ég aldrei alveg skilið þá vorkunn sem fólk finnur með þeim sem hafa komið sér í vandræði. Ekki svo að skilja að ég telji ekki rétt að við fylgjumst með því að farið sé eftir landslögum þegar Íslendingar lenda í vondum málum. Þetta er raunar ein af þeim ástæðum sem útskýrir tilvist sendiráða. Aðstoða Íslendinga sem lenda í vandræðum. En ég hefði nú samt ekki eytt of miklum svita yfir þessum dreng. Íslendingi sem er í haldi borginni Guangzhou í Kína. Kemur sem sé í ljós að hann virðist hafa verið algjörlega sofandi yfir sínum málum.

"Íslendingurinn sem um ræðir er fæddur 1981 og er með lögheimili í Svíðþjóð. Hann hefur verið í Kína við nám í um eitt og hálft ár."

Þess má geta að Guangzhou er ein af stærri borgum Kína og þaðan er stutt að fara til Macau og Hong Kong. Í Hong Kong hafa verið fluttar fréttir undanfarna mánuði af því að kínversk stjórnvöld séu að herða allt eftirlit með útlendingum vegna Olympíuleikana. Það hefði með góðu móti átt að vera hægt fyrir hann að skella sér yfir til Hong Kong og athuga hvort sendiráð Svíþjóðar þar myndi ekki aðstoða hann við vegabréfsáritun. Sérstaklega vegna þess að hann hefur búið í Svíþjóð frá 3 ára aldri. Ég á amk. afar erfitt með að finna vorkunn í hjarta, því hefði þetta verið Kínverskur námsmaður á Íslandi. Nú þá vitum við alveg hvernig á því hefði verið tekið.

http://www.visir.is/article/20080904/FRETTIR01/701384416

Ummæli

Vinsælar færslur