Skilur Hannes ekki tölfræði?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er um margt merkilegur maður. Hann er einn helsti boðberi þess sem nefnt hefur verið nýfrjálshyggju á íslenskri tungu, hámenntaður og kennir við Háskóla Íslands. Eitt af því sem hann gerir í hjáverkum er að skrifa pistla í Fréttablaðið. Hannes hefur löngum verið húsbóndahollur, enda á hann þeim stöðu sína að þakka. Í Fréttablaðinu í dag upplýsir hann alþjóð þó um alvarlegan skort á þekkingu á tölfræði. Ég vil að minnsta kosti ekki trúa því að hann sé í alvöru að reyna slá viljandi ryki í augu fólks.

Í greininni heldur hann því fram að vegna þess að svarhlutfall í skoðanakönnun sé 800 af 2000 eða 40% af þeim sem voru spurðir, þá sé hægt að túlka svör þeirra sem svöruðu spurningu þannig að 90% af 40% séu í raun 36%. Þetta sé afburða niðurstaða fyrir einn umdeildasta Íslending seinni tíma. Þeir sem þekkja tölfræði vita þó að þetta er fráleit túlkun hjá Hannesi. Því í tölfræði er talað um skekkjumörk eða vikmörk. Það er að segja að ef könnun væri endurtekin eru ákveðnar líkur á því að niðurstaða yrði önnur. Raunar er 800 manna úrtak fremur lágt hlutfall. En vikmörkin eru hins ekki svo stór. Um þetta má finna ágæta grein hjá Capacent sem tekur stöðugt kannanir hér á landi. Þegar úrtak er ekki nema 800 þá aukast vikmörk og eru nálægt 5%. Það eru því á bilinu 85 til 95 prósent svarenda á því að þessi umdeildi Íslendingur ætti að láta af störfum. Þetta ætti Hannes að vita. En það kannski skýrir margt ef Hannes er ekki betur að sér í tölfræði en þetta.

Ummæli

Vinsælar færslur