Er sjónvarpið deyjandi miðill?

Ég var að fletta Morgunblaðinu mínu áðan. Ég er svo gamaldags að ég er ennþá áskrifandi að Morgunblaðinu. Er reyndar að drukkna úr pappír þessa dagana. En ég hef áður tautað yfir því. Við þekkjum þetta öll. Of lítil tími og of mikið af ruslpósti. Þannig far þau blöð sem ég er ekki áskrifandi að oftar ólesin í endurvinnslu. Raunar fæ ég mínar fréttir orðið mest af Netinu. Það var einmitt lítil blogfærsla sem Morgunblaðið birti sem ég var alveg sammála. Sjónvarp er deyjandi miðil í mínu lífi.

Ekki þannig að sjónvarpið sé ekki oft í gangi hjá mér. Ef það væri svona lítið tæki sem mældi áhorf með því að fylgjast með því hvenær sjónvarpið væri í gangi hjá mér. Þá væri ég eflaust mældur með rosa áhorf. Á furðulegasta efni. Stillimyndina til dæmis. Málið er nefnilega að oft. Er sjónvarpið bara í gangi hjá mér. Ég er ekki að horfa. Er að skrifa hingað inn. Vinna verkefni sem mér þykir þægilegra að vinna heimavið. En sjónvarpið stýrir ekki lengur tíma mínum.

Ég horfi oftar en ekki á efni úr sjónvarpinu í gegnum vefinn. Fréttatímar eru allir á Netinu og mér finnst þægilegra að horfa á þá þar, en að eyða tíma mínum yfir fréttum sem skipta mig litlu og eru sýndar á tíma sem hentar mér illa. Mér finnst þetta frábær þjónusta. Sama á við um innlent dagskrárefni sem hægt er að horfa á í gegnum vefinn. Fyrir nokkrum mánuðum uppgötvaði ég síðan Miro. Þannig að í dag horfi ég á fréttir frá Bandaríkjunum. Sé þætti um mín helstu viðfangsefni og áhugamál. Allt án þess að kveikja á sjónvarpstækinu. Þess vegna hefur neysla mín á sjónvarpsefni ekki minnkað. En hún fer fram í gegnum annað tæki. Það er rétt að taka það fram að allt er þetta löglegt efni.

Ummæli

Vinsælar færslur