Svæði skiptra og óskiptra skoðana um mikilvæga og ekki svo óskaplega mikilvæga og jafnvel alls ekki mikilvæga hluti. Innihaldið mun væntanlega endurspegla áhugamál og viðburði í lífi höfunda.
Fá tengil
Facebook
X
Pinterest
Tölvupóstur
Önnur forrit
Kjarnorkuver á Vestfirðina
Þetta kann að hljóma eins og fásinna. En ég hef verið að ræða aðeins við verkfræðing um kjarnorkuver. Nýtingu kjarnorku í friðsömum tilgangi. Fyrir margt löngu síðan. Þá sat ég nefnilega ráðstefnu í Bandaríkjunum um orkunýtingu. Raunar var eitt af því sem um var rætt möguleikar á nýjum orkugjöfum. Á þessari ráðstefnu var merkilegur fyrirlesari. Einn af helstu sérfræðingum Bandaríkjanna í nýtingu á kjarnorku. Sem þá var kyrfilega komin á bannlista.
Þetta var nokkrum árum eftir Three Mile Island slysið í Pennsylvaníu og stuttu eftir Chernobyl. En það hefur ævinlega setið eftir í huga mér áhersla þessa ágæta manns á að skoða þyrfti hlutina í samhengi. Ef við vildum draga úr útblæstri CO2, þá ættum við ekki til aðra raunhæfa kosti en að nýta kjarnorku. Ekki nema við værum tilbúin til þess að draga verulega úr orkunýtingu okkar. Sem væri óraunhæft að tala um. Svo ef við ætlum í alvöru að gera eitthvað í málinu, þá þýðir ekkert annað en horfa til raunhæfra möguleika á því að framleiða orku án CO2 framleiðslu. Við eigum eitthvað eftir að vatnsafli til að virkja. En það er þó varla raunhæft að tala um að halda því áfram miklu lengur.
Ummæli