Viðburðarík helgi

Þetta var skemmtileg helgi. Það var margt sem gerði hana svona skemmtilega. Á laugardaginn var ég viðstaddur afhendingu ferðastyrkja hjá Vildarbörnum. Ef þú þekkir ekki til Vildarbarna þá er það sjóður sem var stofnaður 2003 til þess að styrkja veik börn til þess að komast til útlanda. Það að vera viðstaddur svona athöfn snertir mann. Að sjá börnin sem þarna fá tækifæri til þess að komast til útlanda. Allur kostnaður við ferðalagið greiddur af sjóðnum og fjölskyldum barnanna og aðstoðarmönnum þeirra gert kleyft að njóta þess að fá tilbreytingu. Þetta var því gleðistund. Sem mér fannst ánægjulegt að fá að taka þátt í. Sjóðurinn hefur tekjur sínar af framlögum farþega í flugi Icelandair og punktagjöfum frá félögum í vildarklúbbi Icelandair. Gott málefni sem ég hvet alla til þess að styrkja. En þetta var ekki það eina sem gerði þessa helgi skemmtilega.

Góð vinkona mín náði nefnilega þeim áfanga að útskrifast úr lögfræðinámi um helgina. Getur núna titlað sig Cand.Jur. Þetta hefur verið langt og strangt nám. En hún stóð sig með prýði. Flottar einkunnir. Ég er stoltur af þessari vinkonu minni. Efast ekki um að hún á eftir að verða lögfræði stéttinni til sóma. Þarna fékk ég tækifæri til þess að óska henni og hennar nánustu til hamingju. Önnur ánægjustund.

Ég fékk líka óvænta heimsókn frá gömlum vin. Vin sem ég hef þekkt í mörg ár. Allt frá menntaskólaárunum. Sem er búsettur og starfar í Bretlandi. Hefur reyndar verið búsettur erlendis í fjölda ára. Hann kom hingað í óvænta heimsókn um helgina. Fékk skilaboð frá honum í vikunni. Svo skemmtilega vildi til að þetta var líka Airwaves helgin. Svo það var næg skemmtun í boði fyrir okkur. Byrjuðum kvöldið á því að borða góðan mat og drekka gott vín. Héldum svo á fund við systur hans. Sá skemmtilegt atriði á Sirkus. Það er nefnilega þannig um þessa helgi að það er ekki bara Airwaves í gangi. Heldur var líka önnur hátíð haldin. Sem kannski fór minna fyrir. En sem ég held að eigi alla möguleika á því að verða að svipuðum viðburði og Airwaves. Við skemmtum okkur svo áfram í miðbænum frameftir.

Þetta var því skemmtileg helgi. Full af skemmtilegum viðburðum.

Ummæli

Vinsælar færslur