Sumarfríið mitt er hafið

Svona um það bil. Dagurinn í dag reyndist mér ekki alveg nóg til þess að klára þau verkefni sem ég þarf að ganga frá áður en ég get raunverulega slakað á og farið í frí. En sumarfríið mitt er nú samt byrjað. Það byrjar með mestu rigningu sem ég hef séð í langan tíma. En það var sumar rigning. Þessi sem dettur beint niður í stórum fallegum dropum.

Ég er annars hrifinn af því að komast í frí. Margt skemmtilegt framundan. Gangan á Hornstrandir. Þar sem enn fækkar í hópnum. Ég veit í það minnsta að ég þarf ekki að ganga þetta einn. Ég verð líka í ofsalega fínum félagsskap. Ætla að taka fullt af myndum. Veit að þetta á eftir að verða mikið ævintýri.

En annars ætla ég að byrja sumarfríið mitt á því að halda matarboð. Fá til mín góða gesti. Við ætlum að borða. Ég hef eytt tíma í að setja saman matseðil. Held að hann geti ekki klikkað. Samt er sumt sem ég hef ekki áður prófað. Það finnst mér alltaf tilheyra í matarboðum. Vera með eitthvað pínu óvænt. Það hefur stundum virkað vel. Stundum hef ég verið glaður að eftirrétturinn var í það minnst pottþéttur. En mikið finnst mér annars gott að vera kominn í frí.

Ummæli

Simmi sagði…
Þessi færsla var ekki skrifuð í tímavél. Dagsetningin á tölvunni var bara vitlaus.
Simmi sagði…
Sem ástæðan fyrir því að þessar athugasemdir koma inn að því er virðist áður en færslan var skrifuð. Hmmm...þetta býður upp á möguleika. Eg gæti bloggað marga daga fram í tímann. Bara stilla dagsetninguna:-)
Nafnlaus sagði…
til hamingju með að vera kominn í frí:)

Vinsælar færslur