Stafrænt rán
Ég er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hef náð mér í tónlist af Netinu. Ég er ekkert hræddur við að viðurkenna þetta, því það er ekkert ólöglegt við það að ná sér í tónlist (eða kvikmyndir, sjónvarpsþætti osfrv.). Það sem er ólöglegt er að dreifa tónlist til annara en nánustu vina eða fjölskyldu og það hef ég ekki gert. Forðast það eins og heitan eldinn. Enda er það ólöglegt.
Ég tel það líka sjálfsagðan rétt minn að fá að gera eins mörg eintök af tónlist til minna eigin einkanota eins og mér sýnist, þar sem ég hef greitt fyrir það full verð. Sem er reyndar misjanflega mikið, u.þ.b. 250 krónur fyrir lagið ef keyptur er íslenskur geisladiskur á Íslandi (miðað við að geisladiskur innihaldi 10 lög) og alveg niður í 1 USD ef ég hefði aðgang að itunes. En hafi ég greitt fyrir tónlistina þá tel ég mig eiga rétt á því að hlusta á hana hvar og hvernær sem er. Til dæmis með því að afrita tónlistina af geisladisknum sem ég kaupi hana á og yfir á MP3 spilarann minn sem ég tek síðan með mér í líkamsrækt. Þarna er hins vegar Skífan mér ekki sammála. Sem veldur því að ég mun í framtíðinni ekki kaupa íslenska tónlist sem Skífan gefur út. Quarashi diskurinn Querilla Disco er þannig fyrsti og síðasti diskur með þessari læsingu sem ég mun kaupa.
Það er í rauninni afar auðvelt að benda á hversu óskaplega vitlaust þetta fyrirkomulag er og afhverju við sem neytendur ættum að vera berjast fyrir því að þessar hindrunum verði rutt úr vegi. Um þetta er skrifuð afskaplega áhugaverð grein á Anchordesk Isn't "rights management" an oxymoron? og en mikilvægara er að lesa grein í Wired um The Long Tail. Verðlagning á stafrænum vörum er í rauninni enn byggð á hugmyndum um kostnaðardreifingu og verðlagningu sem varð til fyrir tíma Netsins. Sú staðreynd að lélegar vefþjónustur hafa skilað tónlistarfyrirtækjum methagnaði sýnir ljóslega að hér þurfum við sem neytendur að sýna með fótunum (frá fyrirtækjum á borð við Skífuna og Apple) hvað við viljum. Látum ekki bjóða okkur upp á þetta þegjandi og hljóðalaust.
Ég tel það líka sjálfsagðan rétt minn að fá að gera eins mörg eintök af tónlist til minna eigin einkanota eins og mér sýnist, þar sem ég hef greitt fyrir það full verð. Sem er reyndar misjanflega mikið, u.þ.b. 250 krónur fyrir lagið ef keyptur er íslenskur geisladiskur á Íslandi (miðað við að geisladiskur innihaldi 10 lög) og alveg niður í 1 USD ef ég hefði aðgang að itunes. En hafi ég greitt fyrir tónlistina þá tel ég mig eiga rétt á því að hlusta á hana hvar og hvernær sem er. Til dæmis með því að afrita tónlistina af geisladisknum sem ég kaupi hana á og yfir á MP3 spilarann minn sem ég tek síðan með mér í líkamsrækt. Þarna er hins vegar Skífan mér ekki sammála. Sem veldur því að ég mun í framtíðinni ekki kaupa íslenska tónlist sem Skífan gefur út. Quarashi diskurinn Querilla Disco er þannig fyrsti og síðasti diskur með þessari læsingu sem ég mun kaupa.
Það er í rauninni afar auðvelt að benda á hversu óskaplega vitlaust þetta fyrirkomulag er og afhverju við sem neytendur ættum að vera berjast fyrir því að þessar hindrunum verði rutt úr vegi. Um þetta er skrifuð afskaplega áhugaverð grein á Anchordesk Isn't "rights management" an oxymoron? og en mikilvægara er að lesa grein í Wired um The Long Tail. Verðlagning á stafrænum vörum er í rauninni enn byggð á hugmyndum um kostnaðardreifingu og verðlagningu sem varð til fyrir tíma Netsins. Sú staðreynd að lélegar vefþjónustur hafa skilað tónlistarfyrirtækjum methagnaði sýnir ljóslega að hér þurfum við sem neytendur að sýna með fótunum (frá fyrirtækjum á borð við Skífuna og Apple) hvað við viljum. Látum ekki bjóða okkur upp á þetta þegjandi og hljóðalaust.
Ummæli
= Y =